Markmið
|
Ábyrgð
|
Aðgerð
|
Eftirfylgni/tími
|
Fræðsla fyrir nemendur, starfsmenn
og aðstandendur
|
Forvarnarfulltrúi
|
Allir starfsmenn hljóti almenna
fræðslu á sviði forvarnar og heilsueflandi lífshátta, fræðslu til
að þekkja einkenni sem nemendur í vanda bera oft með sér og
þekki úrræði
|
Stöðumat árlega
|
Heilbrigður lífsstíll og forvarnir
fléttast með einum eða öðrum hætti í allar námsgreinar skólans
|
Forvarnarfulltrúi,
Skólameistari og
Kennarar
|
Safna skýrslum um samþættingu
forvarnarefnis og annars námsefnis og dreifa sýnihornum af því
efni til kennara.
Haldnir eru vinnufundir þar sem
kennarar vinna úr hugmyndum og flétta heilbrigðan lífsstíl og forvarnir
inn í kennsluáætlanir.
|
Stöðumat árlega
|
Sjá nemendum fyrir viðfangsefnum
sem styrkja sjálfsmynd og sjálfsvirðingu
|
Námsráðgjafi
|
Ráðgjöf um námsval miði að
heilbrigðu sjálfsmati. Nemandi taki það nám sem hann hefur
forsendur til að ráða við, er gagnlegt og henti áhugasviði
nemanda.
Leitað verði leiða til
að þjálfa tilfinningarlega, hegðunar og vitsmunarlega færni
nemenda og einbeitt sér sérstaklega að nemendum í áhættuhóp hvað
varðar brottfall.
Fræðsla um aðra valkosti sem
veita heilbrigða upplifun s.s íþróttir, ferðamennska og almenn
lífsgleði.
|
Stöðumat árlega
|
Koma í veg fyrir eða seinka
vímuefnaneyslu eins og reykingum, munntóbaksnotkun, áfengisdrykkju og neyslu
annarra fíkniefna
|
Forvarnarfulltrúi, skólameistari og
skólahjúkrunarfræðingur
|
Fræðsla um skaðsemi vímuefna
og leiðir til að leita sér aðstoðar.
Skýrar reglur um umgengni um
ávana- og fíkniefni og viðurlög við brotum.
Leiðir til að hætta hvers kyns
neyslu
|
Stöðumat árlega
|
Standa fyrir viðburðum á vegum
skólans og í félagslífi nemenda sem einkennast af heilbrigðum lífsháttum
og efla lífsgleði
|
Forvarnar – og
Félagslífsfulltrúi
|
Félags- og skemmtanalíf nemenda
verði eflt með ýmsum samkomum sem eru skipulagðar af
nefndum og ráðum í samvinnu við forvarnar – og
félagslífsfulltrúa.
|
|
Viðbragðsáætlun til að
aðstoða nemendur sem eru í áhættuhóp
|
Forvarnarfulltrúi
|
Skilgreina tilvísunaraðila innan
og utan skólans þegar íhlutunar er þörf og stofna til tengsla
við þá.
|
Stöðumat árlega
|