Verkefnastjóri

Verkefnastjóri er verkstjóri tiltekinna sviða eða viðfangsefna.  Hann er leiðandi á sínu sviði og sér einnig um einstaka þróunarverkefni.  Starfshlutfall verkefnastjóra er breytilegt.  Um getur verið að ræða tímabundin verkefni eða verkefni til lengri tíma.  Vinna við einstaka þróunarverkefni eru til skamms tíma en verkefni svo sem erlend samskipti, félagslíf nemenda, kerfisstjórn og sjálfsmat eru til lengri tíma.