Umsjónarviðtöl

Umsjónar kennari tekur eitt eða fleiri viðtöl við umsjónarnemendur sína á hverri önn þar sem farið er yfir skipulag náms til námsloka.  Einnig er rætt um ástundun og nemendur eru hvattir til að ræða námið almennt svo sem skiplag og kennslu í einstaka áföngum.  Umsjónarkennarar taka saman yfirlit um sína vinnu í lok annar.  Umsjónarskýrslur eru ræddar á lokakennarafundi hverrar annar.