Skólanefndarfundir

Á skólanefndarfundum eru einkum rædd mál sem varða stjórnun skólans og mannaráðningar.  Lögð er fyrir skólanefnd í desember rekstaráætlun næsta árs og einnig ársreikningur frá ríkisendurskoðun.  Skólanefnd er því vettvangur mats á fjárhagslegum markmiðum og fjárhagslegri afkomu.  Skólanefnd er einnig ætlað að tengja skólann við umhverfi sitt og því er það skólanefndar að móta þá viðhorfskönnun sem er lögð fyrir samfélagið til að fá mat þess á skólanum.  Niðurstöður þess mats eru svo einnig rædd í skólanefnd.  Síðast en ekki síst er umfjöllun skólanefndar lokaskrefið í gerð sjálfsmatskýrslu fyrir hverja önn áður en hún er birt opinberlega á vef skólans.