Nemendafundir og rýnihópar

Haldnir hafa verið fundir nemenda um mál sem þá varða og tengjast skólastarfi svo sem félagslíf, mætingakerfi og fleira.  Nemendur funda í hópum en koma síðan saman og ræða niðurstöður hópanna.  Þessi aðferð er einnig notuð og þá með aðstoð aðfengins hópstjóra til að fá nemendur til að leggja mat á skólastarfið.  Niðurstaðan er sett fram sem skrifleg samantekt og hún er rædd á kennarafundi.