Sumarfrí og upphaf haustannar

Nú ættu allir nemendur sem hafa sótt um skólavist fengið bréf með helstu upplýsingum um skólann og skólastarfið á komandi haustönn. Skrifstofa skólans verður lokið frá 19. júní til 8. ágúst vegna sumarleyfa starfsfólks. Hægt er að sækja um nám á vef skólans og verður...

Fjölbreyttir og skemmtilegir möguleikar í námi

Á næsta starfsári verður boðið upp á nám í sérgreinum lyfjatæknibrautar í FAS í samstarfi við Fjölbrautaskólann við Ármúla (FÁ). Námið er byggt á samstarfssamningi FÁ og Fjarmenntaskólans. Skipulag námsins miðar við að hægt sé að stunda það samhliða vinnu. Gert er ráð...

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifuðust 14 stúdentar, einn nemandi lýkur framhaldsskólaprófi, einn nemandi lýkur námi í fjallamennsku, fjórir útskrifast af fisktæknibraut, einn nemandi útskrifast úr tækniteiknun og fimm nemendur af...

Úskrift frá FAS á morgun, 26. maí

Á morgun fer fram útskrift frá FAS og að venju fer hún fram í Nýheimum. Að þessu sinni er útskriftarhópurinn fjölbreyttur en auk stúdenta verða útskrifaðir nemendur af framhaldsskólabraut, úr fjallamennskunámi, tækniteiknun, vélstjórn og af sjúkraliðabraut. Athöfnin...

Stjanað við útskriftarnemendur

Þegar fólk mætti til vinnu í morgun í Nýheimum tók á móti þeim matarilmur og angan af nýuppáhelltu kaffi. Ástæðan var sú að búið var að bjóða væntanlegum útskriftarefnum í FAS í morgunverð en það hefur verið gert undanfarin ár og mælst vel fyrir. Kennarar mættu því...

Viðurkenningar fyrir góðan árangur í þýsku

Mánudaginn 7. maí fór fram afhending viðurkenninga fyrir þátttöku í þýskuþraut sem fram fór í lok febrúar. Við sama tækifæri voru veittar viðurkenningar fyrir stuttmyndir á þýsku. Athöfnin fór að þessu sinni fram í Menntskólanum við Sund. Það er Félag þýskukennara í...

Kynningarfundur vegna skuggakosninga

Í morgun stóð ungmennaráð fyrir upplýsingafundi á Nýtorgi vegna komandi sveitarstjórnakosninga sem fara fram 26. maí næstkomandi. Þann dag fara einnig fram svokallaðar skuggakosningar en þá mega ungmenni á aldrinum 13 - 17 ára kjósa sína fulltrúa í næstu sveitarstjórn...

Aðalsteinn og Bjarmi nýir forsetar

Síðasta fimmtudag fóru fram forsetakosningar til nemendafélagsins á næsta skólaári. Tvö teymi buðu sig fram, tvær stelpur og tveir strákar. Á uppskeruhátíðinni á föstudag var síðan kunngert hverjir hlutu kosningu. Það voru þeir Aðalsteinn og Bjarmi sem urðu...

Uppskeruhátíð FAS

Föstudaginn 4.maí verður haldin uppskeruhátíð í FAS og verður hún haldin í Nýheimum. Það eru fyrst og fremst nemendur í list- og verkgreinum sem standa fyrir hátíðinni og ætla að sýna þar afrakstur vinnunnar í vetur. En það eru einnig verk frá nokkrum bóknámsáföngum....