Skólinn

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu starfar eftir lögum um framhaldsskóla númer 92 (80) frá árinu 2008 (1996) og lýtur yfirstjórn menntamálaráðherra. Skólinn var stofnaður árið 1987 af ríkinu og sveitarfélögum í Austur-Skaftafellssýslu.

Skólinn fékk inni í húsi Nesjaskóla í Nesjahreppi og þar var hann fyrstu 15 árin en fluttist í Nýheima á Höfn í Hornafirði haustið 2002.

Hlutverk skólans er fyrst og fremst að bjóða upp á almennt bóknám en auk þess er lögð áhersla á starfsnám í samræmi við eftirspurn hverju sinni, fullorðinsfræðslu og símenntun.

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu er um 200 nemenda skóli. Í skólanum er lögð áhersla á að þjóna þörfum nemenda á persónulegan hátt með sveigjanlegu námsframboði. Fjarnám og tölvutengt nám er mikilvægur hluti náms við skólann og fer sífellt vaxandi.

Auk náms og kennslu á framhaldsskólastigi er skólinn í skipulögðu samstarfi með rekstur Nýheima, Vöruhússins og Fjarmenntaskólans.  Nýheimar er vettvangur skapandi samvinnu í menntun, menningu, rannsóknum og nýsköpun.  Vöruhúsið er vettvangur skapandi greina á Hornafirði í samvinnu FAS, Sveitarfélagsins Hornafjarðar og frumkvöðla.  Fjarmenntaskólinn er klasi námstækifæra 13 framhaldsskóla á landsbyggðinni sem ætlað er að auka námsframboð í starfsnámi, miðla námi og kennslu á milli skólanna og vera vettvangur fyrir faglegt samstarf stjórnenda skólanna.