Gáta vikunnar

Hvað er grænt vetur sem sumar?

 

 

 

 

Gátur og svör fyrri vikna:

Vika 41.

 

 

Oft ég prýði grónar grundir

gjarnan finnst í stafrófsröð.

Bæjarnafn ef ber svo undir

bústin, hnellin, frísk og glöð.

Svar: Á

Vika 42.

Tíu toga fjóra,

Tvö eru höfuðin á.

Rassinn upp og rassinn niður

Og rófan aftaná.

Svar: Mjaltir

Vika 43.

Úr því lítið fæðist flest.

Fjallsins tinda prýðin mest.

Lyginn hana brýnir best.

Við bæ er þetta heiti fest.

Svar: Egg

Vika 44.

 

Hverju getur þú kastað upp í loftið án þess að það komi niður?

Svar: Fleygur fugl

 

Vika 45.

Hvaða ungi er fjaðralaus?

Svar: Náungi

Vika 46.

Einu sinni var ég á leið til Akureyrar. Þá mætti ég 7 konum. Hver kona bar 7 poka. Í hverjum poka voru 7 kettir. Hver köttur var með 7 kettlinga. Kettlingar, kettir, pokar og konur. Hve margir voru á leið til Akureyrar?

Svar: Bara sá sem var á leið til Akureyrar