Umhverfisstefna

Í Framhaldsskólanum í Austur-Skaftafellssýslu er lögð áhersla á neðantalin atriði í umhverfismálum:

  • Að starfsmenn og nemendur séu upplýstir um áhrif ákvarðana og aðgerða þeirra á umhverfið.
  • Að nota sem minnst af skaðlegum efnum og sem mest af endurnýtanlegum hlutum og efnum.
  • Að fylgja lögum og reglugerðum varðandi umhverfismál sem eiga við starfsemi stofnunarinnar.
  • Að allir nemendur njóti umhverfismenntunar.
  • Að rekstur stofnunarinnar sé til fyrirmyndar í umhverfismálum m.a. með því að koma í veg fyrir myndun hvers kyns úrgangs strax við uppspretturnar.
  • Að við innkaup verði tekið tillit til umhverfissjónarmiða jafnt sem kostnaðar og gæða.
  • Að úrgangur sem myndast sé endurunninn eða endurnýttur eftir því sem við verður komið.