Skólaráð

Í skólaráði sitja tveir fulltrúar kennara og tveir fulltrúar nemenda.  Auk þeirra eru áfangastjóri og skólameistari í skólaráði.  Skólameistari er oddviti skólaráðs og stýrir fundum þess.  Kennarafundur velur fulltrúa kennara í skólaráð og nemendaráð fulltrúa nemenda.

Hlutverk skólaráðs er að vera skólameistara til aðstoðar og ráðgjafar við stjórnun skólans.  Skólaráð fjallar einnig um starfsáætlun skólans, skólareglur, umgengni, vinnuaðstöðu nemenda og félagslíf.  Skólaráð skipuleggur opna daga sem haldnir eru á vorönn á hverju ári.  Auk þess fjallar ráðið um málefni einstakra nemenda og þá sem trúnaðarmál. Fundargerðir skólaráðs eru ritaðar í fundargerðabók og er hún varðveitt á skrifstofu skólans.

Núverandi skólaráði FAS