Select Page

Nemendafélag

Í 39. grein laga um framhaldsskóla er fjallað um nemendafélög.  Nemendafélög starfa á ábyrgð skóla og setja sér starfsreglur (lög nemendafélags). Nemendafélag skólans nefnist Nemendafélag FAS. Í stjórn nemendafélagsins sitja forseti þess, varaforseti og formenn klúbba skólans og skipa þeir nemendaráð FAS.  Nemendaráðið skipuleggur félagslíf nemenda og vinnur að hagsmunamálum þeirra ásamt félagslífsfulltrúa skólans.  Nemendaráð vinnur með yfirstjórn skólans að skipulagningu og mótun náms sem byggir á tómstundum og félagslífi. Nemendaráð situr skólafund.  Nemendaráð tilnefnir tvo fulltrúa í skólaráð og áheyrnarfulltrúa í skólanefnd.  Nemendafélagið setur sér starfsreglur (lög).  Nemendaráð heldur fundargerðir sem eru prentaðar út ásamt fylgiskjölum og settar í möppu á skrifstofu ráðsins og á vef skólans.