Reglur um lokamatsviku

 1. Reglur þessar gilda um lokamat í FAS.
 2. Þemadagar, leiklist og aðrir áfangar sem ekki eru kenndir alla önnina falla ekki undir þessar reglur en fjallað er um lokamat í kennsluáætlun í þeim áföngum.
 3. Að jafnaði fer fram samtal um lokamat milli kennara og nemanda.
 4. Lokaeinkunn skal birt ekki seinna en í lok lokamatsviku.
 5. Nemandi hefur sjö daga til að gera athugasemd við einkunn í lokamati.
 6. Sætti nemandi sig ekki við niðurstöður kennara hvað varðar lokaeinkunn hefur hann sjö daga frá birtingu í Innu til að koma skriflegum athugasemdum um það til skólameistara.
 7. Síðasta vika hverrar annar, samkvæmt skóladagatali, er lokamatsvika.
 8. Stundatafla annarinnar er í gildi í lokamatsviku.
 9. Skipulag lokamats kemur fram í kennsluáætlun.
 10. Ná þarf að lágmarki 45 stigum af 100 í lokamati og í þeim námsmatsþáttum sem vega 30% eða meira af heildareinkunn.
 11. Kennari skipuleggur viðveru nemenda í lokamatsviku fyrir lok næstsíðustu viku annar.
 12. Nemanda ber að mæta til lokmats í öllum áföngum sem þessar reglur taka til.
 13. Staðnemendur eiga að mæta í lokamat í skólanum samkvæmt skipulagi kennara en fjarnemendur eiga kost á fjarfundi.
 14. Geti nemandi ekki mætt samkvæmt skipulagi kennara í lokamatsviku þarf að skila vottorði vegna veikinda eða semja um fjarveru sína við skólameistara.
 15. Veikindi þarf að tilkynna fyrirfram á skrifstofu skólans.
 16. Nemandi sem mætir ekki til lokamats fellur í áfanganum.
 17. Varðveita skal matsgögn í eitt ár samanber reglur um lokapróflausa áfanga.

 

Samþykkt á kennarafundi 25.11. 2016

Samþykkt á skóaráðsfundi 1.12. 2016