Select Page

Mætingareglur FAS

Mætingareglur FAS

Svo nemendur fái sem mest út úr námi sínu og geti stundað árangursríkt nám er viðvera þeirra við skólann mjög mikilvæg.  Með það að marki eru settar upp eftirfarandi mætingareglur sem eru ætlaðar til að styðja við nemendur á leið sinni að árangursríku námi við FAS. Í reglunum eru viðbrögð og úrræði útlistuð þannig að ef nemandi vegna veikinda eða annarra ástæðna mætir illa í skólann þá fái hann þann stuðning sem hann þarf.

 

  1. Nemendur skulu sækja allar kennslustundir og koma stundvíslega til kennslu. Nemendur skulu gera grein fyrir fjarvistum sínum. Tilkynna á fjarvistir  vegna veikinda símleiðis á skrifstofu skólans fyrir kl. 10 að morgni, eða með tölvupósti á netfangið fas@fas.is . Mikilvægt er að tilkynna á hverjum degi fjarveru sína þegar veikindi eiga sér stað.
  2. Ef langvarandi eða þrálát veikindi eiga sér stað getur skólinn óskað eftir staðfestingu hjá skólahjúkrunarfræðingi.
  3. Hægt er að sækja um undanþágu frá mætingaskyldu í einstaka áfanga til kennara viðkomandi áfanga. Um getur verið að ræða samning fyrir alla önnina eða í einstaka tímum. Slík beiðni þarf að berast til kennaranna með minnst dags fyrirvara. Kennari getur hafnað slíkri beiðni eða samþykkt.
  4. Kennari getur óskað eftir skýringum á óútskýrðum fjarvistum.
  5. Í kennsluáætlun er hægt að kveða nánar á um mætingar.
  6. Nemandi skal fylgjast með því að mætingar hans séu rétt skráðar í Innu. Athugasemdum varðandi mætingaskráningu í Innu skal koma á framfæri við kennarann innan tveggja virkra daga  frá því að hún átti sér stað. Ef kennari hefur ekki skráð mætingu innan þess tíma þá fær nemandi skráða mætingu.

 

Mætingahlutfall nemenda

  • Ef mætingahlutfall nemanda fer undir 90% þá skal umsjónakennari boða hann á fund og er nemandinn skyldugur að mæta. Foreldrar nemenda yngri en 18 ára fá tölvupóst þess efnis.
  • Ef mætingahlutfall nemanda fer undir 80% þá skal námsráðgjafi eða skólahjúkrunarfræðingur boða hann á fund og er nemandinn skyldugur að mæta. Foreldrar barna yngri en 18 ára fá tölvupóst þess efnis.
  • Ef mætingahlutfall nemanda fer undir 70% þá skal skólameistari boða hann á fund ásamt umsjónarkennara þar sem farið er yfir framtíð nemandans í skólanum. Nemandinn er skyldugur að mæta. Foreldrar barna yngri en 18 ára fá tölvupóst þess efnis og eru boðaðir á fundinn.

Skýringar á mætingaskráningu í Innu
M= Mæting
Fv = Fjarvist sem er viðurkennd, m.a veikindi
F   = Fjarvist án tilkynningar
S   = Seinkoma (tvö s jafngilda einu F)
L   = Fjarvistir vegna skólaferðar (hefur ekki áhrif á mætingahlutfall)
O  = Viðurkennd fjarvist samþykkt af kennara (opin mæting, hefur ekki áhrif á mætingahlutfall)
N = Tími fellur niður
U = Fjarnemendur
(Samþykkt á kennarafundi í lok maí 2019)