Skólabragur

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu er fámennur og persónulegur skóli sem setur lýðræði og jafnrétti í forgrunn í stjórnun, kennslu, félagslífi og samskiptum starfsfólks og nemenda.  Einnig er áhersla á heilsueflandi lífsstíl. Skólinn leggur áherslu á góða og persónulega þjónustu við nemendur, þar sem þarfir þeirra og kröfur skólans fara saman. Skólinn býr nemendum og kennurum skapandi vinnuumhverfi og svigrúm til sjálfstæðis og frumkvæðis í starfi. Lögð er áhersla á umhyggju, gagnkvæma virðingu og jákvæð og uppbyggileg samskipti starfsfólks og nemenda skólans.  Á skrifstofum starfsmanna eru dyr almennt opnar sem endurspegla opin samskipti nemenda og kennara.