Grunnþættir menntunar

Í Framhaldsskólanum í Austur-Skaftafellssýslu er lögð áhersla á að grunnþættir menntunar sem koma fram í almennum hluta aðalnámskrár framhaldsskóla fléttist inn í allt skólastarfið. Að læsi,sjálfbærni, heilbrigði og velferð, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti og sköpun séu sýnilegir þættir í kennslu og námi nemenda. Einnig að grunnþættirnir komi fram í öllum starfsháttum, skipulagi og stjórnun skólans sem og í tengslum hans við samfélagið.