Select Page

Almenn sýn

Kjörorð Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu er: ,,Nám er vinna og um leið félagslegt ferli” og ,,Skólinn þjónar þér”. Samvinna í námi og félagslífi er hornsteinn skólastarfsins sem byggir á þeirri sýn að nám sé vinna en um leið félagslegt ferli.  Lögð er áhersla á að skólinn þjóni þörfum nemenda á persónulegan hátt með sveigjanlegu og metnaðarfullu námsframboði og að hann mæti kröfum samfélagsins hverju sinni.Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu leggur áherslu á tengsl við nærsamfélagið og náttúru svæðisins í náminu og á að nemendur tileinki sér sjálfstæð, lýðræðisleg og skapandi vinnubrögð. Þá er lögð rík áhersla á nám nemenda utan við hefðbundnar skólastofur, m.a. með lengri og skemmri námsferðum, rannsóknum á náttúrufari og samfélagi og þátttöku í alþjóðlegum nemendaskiptum. Þátttaka nemenda í félagslífi er einnig mikilvægur hluti námsins.