Comeniusarverkefni

Living in a Changing Globe

er  Comeíusarverkefni sem var í gangi milli Vajda János Gimnázium í Ungverjalandi og FAS. Það var tveggja ára verkefni sem lauk 2015. Þar var fjallað um loftslagsbreytingar í löndunum tveimur. Þetta var í annað skipti sem skólinn vinnur með skóla í Ungverjalandi.

 

Breaking the ice with ICT.

Skólaárið 2002 – 2003 var í gangi tungumálaverkefni og nemendaskipti á vegum Comeníusar áætlunarinnar. Þá var samstarf á milli FAS og Sint Gabriël college í Brussel í Belgíu.

Everyday life in fishing communities

Þetta er fyrsta samstarfsverkefnið sem FAS tók þátt í. Það var Comeníusarverkefni og var í gangi 1996 – 1997. Skólar í Danmörku, Ítalíu og á Kanaríeyjum voru í samstarfi við FAS og fjölluðu um daglegt líf í sjávarbyggðum.