Skeiðarársandur

Frá árinu 2009 hefur verið farið með hóp nemenda í líffræði á Skeiðarársand til að mæla góðurframvindu.  Markaðir hafa verið fimm 25 m² reitir á sandinum og innan þeirra eru birki- og víðiplöntur taldar, mældar og metnar.  Við undirbúning verkefnisins naut skólinn stuðnings og leiðsagnar Þóru Ellenar Þórhallsdóttur prófessors í grasafræði við Háskóla Íslands.  Rannsóknasetur Háskóla Íslands í Nýheimum kom einnig að undirbúninginum og fyrsta vettvangsferðin var styrkt af Northern Environmental Education Development (NEED) sem Háskólasetrið stýrði og var hluti af Norðurslóðaáætlun Evrópusambandsins (Northern Periphery Programme).  Áður en rannsóknarreitirnir voru settir niður var einnig haft samband við Þjóðgarðinn í Skaftafelli og leyfi fengið hjá landeiganda.