Fjallamennskunám

Fjallamennskunám er 60 eininga sérhæft nám í fjallamennsku sem tekur tvær annir og lýkur á 2. hæfniþrepi.  Náminu er ætlað að auka hæfni nemenda til að ferðast um fjalllendi og óbyggðir á Íslandi. Námið veitir ekki formleg réttindi en gerir nemendur færari um að skipuleggja ferðir um fjalllendi og óbyggðir og veitir grunnþjálfun í að meta vettvang og velja úrræði við ólíkar aðstæður. Námið er hugsað sem fyrsta skref í fjallamennskunámi sem hægt er að byggja ofan á með áframhaldandi námi og meiri þjálfun. Að loknu námi eiga nemendur að hafa öðlast almenna hæfni sem er í samræmi við hin níu svið lykilhæfninnar og grunnþætti menntunar.

Hægt er að ljúka stúdentsprófi á kjörnámsbraut í FAS með fjallamennsku sem sérhæfingu. Sjá hér dæmi um útfærslu. Einnig er hægt að ljúka framhaldsskólaprófi með fjallmennsku sem sérhæfingu. 

 

Hæfniviðmið

Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að skipuleggja og undirbúa ferðir um fjalllendi og óbyggðir á Íslandi. Taka á virkan og ábyrgan hátt þátt í fjalla- og óbyggðaferðum. Stunda áframhaldandi nám í útivist og fjallamennsku. Velja sér markvissa þjálfun byggða á traustum grunni.