Námsbrautir

Hug- og félagsvísindabraut lýkur með stúdentsprófi og skilar nemendum á þriðja hæfniþrepi. Brautin er 200 einingar og skiptist í kjarna, sérhæfingu, bundið val og óbundið val. Á brautinni er lögð áhersla á hug- og félagsvísindi. Nemendur sem ljúka brautinni hafa öðlast hæfni til að takast á við háskólanám á því sviði. Nemendur eiga einnig að hafa öðlast almenna hæfni sem er í samræmi við hin níu svið lykilhæfninnar og grunnþætti menntunar. Lýsing á braut

Kjarni allra stúdentsbrauta • 115 einingar
Auðlinda- og umhverfisfræði AUUM 1AU05 5 ein.
Danska DANS 2ST05 5 ein.
Enska ENSK 2SG052LS053RO053SR05 20 ein.
Heilsufræði HEIF 1NH031ÞJ031ÞH02(1)1ÞH02(2) 10 ein.
Inngangur að vísindum INGA 1HF051NR05 10 ein.
Íslenska ÍSLE 2GO052NH053LF053FM05 20 ein.
Stærðfræði STÆR 2FG052TL05 10 ein.
Verk- og listgreinar * 5 ein.
Verkefnavinna VERK 3VR05 5 ein.
Þemavinna ÞEMA 1OV05 5 ein.
Þriðja mál (spænska eða þýska) SPÆN 1HR051RL051TS052SK05 20 ein.
ÞÝSK 1GF051MÁ051SM052ÞL05

*  Nemendur velja verk- og listgreinar af framboði skólans eða annarra skóla.

Sérhæfing • 25 einingar

 

Aðferðafræði RANN 3EM05 5 ein.
Félagsfræði FÉLA 2FS052KF05 10 ein.
Saga SAGA 2AK05 5 ein.
Stærðfræði STÆR 3ÁT05 5 ein.

 

Bundið val – námslínur • 40 – 45 einingar

 

Danska DANS 2SS053FB05 10 ein.
Enska ENSK 3AE053SA05 10 ein.
Erlend samskipti ERLE 2ER053ER05 10 ein.
Fjölmiðlafræði FJÖL 2FS053MV05 10 ein.
Heimspeki HEIM 2IS053HS05 10 ein.
Íslenska ÍSLE 3VB053VM05 10 ein.
Kynjafræði KYFR 2IN053KM05 10 ein.
Landfræði LANF 2NM053HL05 10 ein.
Saga SAGA 2TU053VE05 10 ein.
Sálfræði SÁLF 2IN053ÞÞ05 10 ein.
Spænska SPÆN 2KV052ME05 10 ein.
Stjórnmálafræði STJÓ 2IS053AS05 10 ein.
Stærðfræði 1 STÆR 2HV053DF053DH05 15 ein.
Stærðfræði 2 STÆR 2HV053ÞV053SS05 15 ein.
Stærðfræði 3 STÆR 2HV053ÞV05 10 ein.
Þýska ÞÝSK 2FT053FÞ05 10 ein.

Einnig má nemandi velja eina námslínu af annarri braut.

Óbundið val • 15 – 20 einingar

Nemandi getur valið úr þeim áföngum sem eru í framboði í skólanum en einnig má meta nám frá öðrum skólum. Val nemenda á áföngum skal miða við að á brautinni alls séu 17-33% (34 – 66 einingar) á hæfniþrepi 1, 33-50% (66 – 100 einingar) á hæfniþrepi 2 og 17-33% (34 – 66 einingar) séu á hæfniþrepi 3.

Alls 200 einingar

Inntökuskilyrði

Grunnskólapróf. Til að hefja nám á öðru hæfniþrepi í dönsku, ensku, íslensku eða stærðfræði þarf nemandi að hafa náð hæfnieinkunn B við lok grunnskóla eða að hafa lokið fyrsta þreps áfanga í þessum greinum.

Skipulag

Kjarni brautar er 115 einingar og sameiginlegur með náttúru- og raunvísindabraut og kjörnámsbraut. Sérhæfing á brautinni er 25 einingar, bundið val 40 einingar og óbundið val 20 einingar. Kjarni og sérhæfing er skylda á brautinni. Bundna valið er námslína sem er sett saman úr tveimur, stundum þremur, áföngum á sama fagsviði. Nemendur velja fjórar slíkar línur í bundnu vali og er skylt að velja að minnsta kosti þrjár þeirra af námslínum brautarinnar en eiga möguleika á að velja eina línu af öðrum brautum. Verkefnaáfangi í kjarna er tekinn undir lok námstímans og er eins konar lokaáfangi í framhaldi af námslínu nemandans þar sem val á efni ræðst einnig af áhugasviði og markmiðum náms. Námslok hug- og félagsvísindabrautar eru á hæfniþrepi 3. Val nemenda á áföngum skal því miðast við að 17-33% (34 – 66 einingar) séu á hæfniþrepi 1, 33-50% (66 – 100 einingar) séu á hæfniþrepi 2 og að 17-33% (34 – 66 einingar) séu á hæfniþrepi 3.

Hæfniviðmið

Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að

 • takast á við nám á háskólastigi í hug- og félagsvísindum.
 • beita þekkingu og færni á gagnrýninn hátt við að skilgreina samfélagið með það að markmiði
  að ný þekking verði til.
 • taka þátt í gagnrýnni umræðu á ábyrgan hátt.
 • beita vísindalegum vinnubrögðum og gagnrýnni hugsun.
 • miðla fræðilegum upplýsingum á skapandi og fjölbreyttan hátt í ræðu og riti.
 • gera sér grein fyrir mikilvægi félagslegrar, efnahagslegrar og menningarlegrar sjálfbærni fyrir samfélag sitt og samfélag þjóðanna.
 • skilja nærumhverfi sitt og stöðu þess í alþjóðlegu samhengi út frá fræðilegum forsendum.
 • vera virkur og ábyrgur borgari í lýðræðissamfélagi.

Náttúru- og raunvísindabraut lýkur með stúdentsprófi og skilar nemendum á þriðja hæfniþrepi. Brautin er 200 einingar og skiptist í kjarna, sérhæfingu, bundið val og óbundið val. Á brautinni er lögð áhersla á náttúru- og raunvísindi. Nemendur sem ljúka brautinni hafa öðlast hæfni til að takast á við háskólanám á því sviði. Nemendur eiga einnig að hafa öðlast almenna hæfni sem er í samræmi við hin níu svið lykilhæfninnar og grunnþætti menntunar. Lýsing á braut

Kjarni allra stúdentsbrauta • 115 einingar
Auðlinda- og umhverfisfræði AUUM 1AU05 5 ein.
Danska DANS 2ST05 5 ein.
Enska ENSK 2SG052LS053RO053SR05 20 ein.
Heilsufræði HEIF 1NH031ÞJ032ÞH02(1)2ÞH02(2) 10 ein.
Inngangur að vísindum INGA 1HF051NR05 10 ein.
Íslenska ÍSLE 2GO052NH053LF053FM05 20 ein.
Stærðfræði STÆR 2FG052TL05 10 ein.
Verk- og listgreinar * 5 ein.
Verkefnavinna VERK 3VR05 5 ein.
Þemavinna ÞEMA 1OV05 5 ein.
Þriðja mál (spænska eða þýska) SPÆN 1HR051RL051TS052SK05 20 ein.
ÞÝSK 1GF051MÁ051SM052ÞL05

*  Nemendur velja verk- og listgreinar af framboði skólans eða annarra skóla.

Sérhæfing • 35 einingar

 

Eðlisfræði EÐLI 2LA05 5 ein.
Efnafræði EFNA 2LO05 5 ein.
Jarðfræði JARÐ 2IJ05 5 ein.
Líffræði LÍFF 2FA05 5 ein.
Stærðfræði STÆR 2HV053DF053DH05 15 ein.

 

Bundið val – námslínur • 30 – 35 einingar

 

Eðlisfræði EÐLI 2VB053RF05 10 ein.
Efnafræði EFNA 3EG053RA05 10 ein.
Forritun FORR 2GF053HL05 10 ein.
Líffræði LÍFF 2LF053EF05 10 ein.
Jarðfræði JARÐ 2VH053SJ05 10 ein.
Stærðfræði STÆR 3DT053ÞV053SS05 15 ein.

Einnig má nemandi velja eina námslínu af annarri braut.

Óbundið val • 15 – 20 einingar

Nemandi getur valið úr þeim áföngum sem eru í framboði í skólanum en einnig má meta nám frá öðrum skólum. Val nemenda á áföngum skal miða við að á brautinni alls séu 17-33% (34 – 66 einingar) á hæfniþrepi 1, 33-50% (66 – 100 einingar) á hæfniþrepi 2 og 17-33% (34 – 66 einingar) séu á hæfniþrepi 3.

Alls 200 einingar

Inntökuskilyrði

Grunnskólapróf. Til að hefja nám á öðru hæfniþrepi í dönsku, ensku, íslensku eða stærðfræði þarf nemandi að hafa náð hæfnieinkunn B við lok grunnskóla eða að hafa lokið fyrsta þreps áfanga í þessum greinum.

Skipulag

Kjarni brautar er 115 einingar og sameiginlegur með hug- og félagsvísindabraut og kjörnámsbraut. Sérhæfing á brautinni er 35 einingar, bundið val 30 einingar og óbundið val 20 einingar. Kjarni og sérhæfing er skylda á brautinni. Bundna valið er námslína sem er sett saman úr tveimur, stundum þremur, áföngum á sama fagsviði. Nemendur velja þrjár slíkar línur í bundnu vali og er skylt að velja að minnsta kosti tvær þeirra af bundna vali brautarinnar en eiga möguleika á að velja eina línu af öðrum brautum. Verkefnaáfangi í kjarna er tekinn undir lok námstímans og er eins konar lokaáfangi í framhaldi af námslínu nemandans þar sem val á efni ræðst einnig af áhugasviði og markmiðum náms. Námslok náttúru- og raunvísindabrautar eru á hæfniþrepi 3. Val nemenda á áföngum skal því miðast við að 17-33% (34 – 66 einingar) séu á hæfniþrepi 1, 33-50% (66 – 100 einingar) séu á hæfniþrepi 2 og að 17-33% (34 – 66 einingar) séu á hæfniþrepi 3.

Hæfniviðmið

Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að

 • takast á við nám á háskólastigi í náttúru- og raunvísindum.
 • beita þekkingu og færni á gagnrýninn hátt við að skilgreina samfélagið með það að markmiði
  að ný þekking verði til.
 • taka þátt í gagnrýnni umræðu á ábyrgan hátt.
 • beita vísindalegum vinnubrögðum og gagnrýnni hugsun.
 • miðla fræðilegum upplýsingum á skapandi og fjölbreyttan hátt í ræðu og riti.
 • gera sér grein fyrir mikilvægi félagslegrar, efnahagslegrar og menningarlegrar sjálfbærni fyrir samfélag sitt og samfélag þjóðanna.
 • skilja nærumhverfi sitt og stöðu þess í alþjóðlegu samhengi út frá fræðilegum forsendum.
 • vera virkur og ábyrgur borgari í lýðræðissamfélagi.

Kjörnámsbraut lýkur með stúdentsprófi og skilar nemendum á þriðja hæfniþrepi. Brautin er 200 einingar og skiptist í kjarna, bundið val ásamt séhæfingu og svo óbundið val. Brautin er sniðin að þörfum þeirra sem hafa hug á að sérhæfa sig á sviðum sem ekki teljast til hefðbundins háskólanáms. Í upphafi náms gerir nemandi og skóli námsáætlun þar sem lokamarkmið náms eru skilgreind og skal áfangaval vera í samræmi við það. Við námslok eiga nemendur að vera færir um að takast á við skilgreind lokamarkmið brautar. Nemendur eiga einnig að hafa öðlast almenna hæfni sem er í samræmi við hin níu svið lykilhæfninnar og grunnþætti menntunar. Lýsing á braut

Kjarni allra stúdentsbrauta • 115 einingar
Auðlinda- og umhverfisfræði AUUM 1AU05 5 ein.
Danska DANS 2ST05 5 ein.
Enska ENSK 2SG052LS053RO053SR05 20 ein.
Heilsufræði HEIF 1NH031ÞJ032ÞH02(1)2ÞH02(2) 10 ein.
Inngangur að vísindum INGA 1HF051NR05 10 ein.
Íslenska ÍSLE 2GO052NH053LF053FM05 20 ein.
Stærðfræði STÆR 2FG052TL05 10 ein.
Verk- og listgreinar * 5 ein.
Verkefnavinna VERK 3VR05 5 ein.
Þemavinna ÞEMA 1OV05 5 ein.
Þriðja mál (spænska eða þýska) SPÆN 1HR051RL051TS052SK05 20 ein.
ÞÝSK 1GF051MÁ051SM052ÞL05

*  Nemendur velja verk- og listgreinar af framboði skólans eða annarra skóla.

Sérhæfing og bundið val – námslínur • 65 einingar

Bundið val og sérhæfing er 65 einingar og reist á minnst tveggja áfanga námslínum þar sem áfangarnir eru á sama fagsviði. Þess þarf að gæta að val áfanga uppfylli skilyrði um fjölda eininga á hæfniþrepum.

Óbundið val • 20 einingar

Nemandi getur valið úr þeim áföngum sem eru í framboði í skólanum en einnig má meta nám frá öðrum skólum. Val nemenda á áföngum skal miða við að á brautinni alls séu 17-33% (34 – 66 einingar) á hæfniþrepi 1, 33-50% (66 – 100 einingar) á hæfniþrepi 2 og 17-33% (34 – 66 einingar) séu á hæfniþrepi 3.

Alls 200 einingar

Inntökuskilyrði

Grunnskólapróf. Til að hefja nám á öðru hæfniþrepi í dönsku, ensku, íslensku eða stærðfræði þarf nemandi að hafa náð hæfnieinkunn B við lok grunnskóla eða að hafa lokið fyrsta þreps áfanga í þessum greinum.

Skipulag

Kjarni brautar er 115 einingar og sameiginlegur með náttúru- og raunvísindabraut og hug- og félagsvísindabraut. Í bundnu vali sérhæfa nemendur sig á tilteknum sviðum og skal sú sérhæfing vera í samræmi við persónuleg lokamarkmið nemandans og hæfniviðmið Aðalnámskrár framhaldsskóla frá árinu 2011. Bundið val og sérhæfing er 65 einingar og reist á minnst tveggja áfanga námslínum þar sem áfangarnir eru á sama fagsviði. Óbundið val er 20 einingar. Verkefnaáfangi í kjarna er tekinn undir lok námstímans og er eins konar lokaáfangi í framhaldi af námslínu nemandans þar sem val á efni ræðst einnig af áhugasviði og markmiðum náms. Námslok kjörnámsbrautar eru á hæfniþrepi 3. Val nemenda á áföngum skal því miðast við að 17-33% (34 – 66 einingar) séu á hæfniþrepi 1, 33-50% (66 – 100 einingar) séu á hæfniþrepi 2 og að 17-33% (34 – 66 einingar) séu á hæfniþrepi 3.

Hæfniviðmið

Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að

 • takast á við nám á sínu sérsviði
 • beita þekkingu og færni á gagnrýninn hátt við að skilgreina samfélagið með það að markmiði
  að ný þekking verði til.
 • taka þátt í gagnrýnni umræðu á ábyrgan hátt.
 • beita vísindalegum vinnubrögðum og gagnrýnni hugsun.
 • miðla fræðilegum upplýsingum á skapandi og fjölbreyttan hátt í ræðu og riti.
 • gera sér grein fyrir mikilvægi félagslegrar, efnahagslegrar og menningarlegrar sjálfbærni fyrir samfélag sitt og samfélag þjóðanna.
 • skilja nærumhverfi sitt og stöðu þess í alþjóðlegu samhengi út frá fræðilegum forsendum.
 • vera virkur og ábyrgur borgari í lýðræðissamfélagi.

Námi á framhaldsskólabraut er ætlað að veita nemendum góða, almenna undirstöðuþekkingu og er lögð áhersla á hvort tveggja, annars vegar bóklegt nám og hins vegar og list- og verkgreinar. Brautinni lýkur með framhaldsskólaprófi. Framhaldsskólabrautin er 90 einingar og er miðað við að nemendur ljúki henni á tveimur árum. Í kjarna brautar eru 20 einingar. Val er þrískipt: Nemendum er skylt að velja minnst 20 einingar í hefðbundnum bóklegum greinum og minnst 30 einingar af verk- og listgreinaáföngum. Nemendur velja svo 20 einingar í frjálsu vali í samráði við skólann út frá lokamarkmiðum náms.

Markmið framhaldsskólabrautar eru sniðin að einstaklingsbundnum þörfum hvers nemanda en þó eru gerðar kröfur um að námslok séu á hæfniþrepi 2. Í upphafi náms gerir nemandi og skóli námsáætlun þar sem lokamarkmið náms eru skilgreind. Nemandi þarf við upphaf náms að gera sér grein fyrir hvort hann stefnir við námslok beint á vinnumarkað eða í áframhaldandi nám. Lokamarkmið og áfangaval skulu vera í samræmi við það. Við námslok eiga nemendur að vera færir um að takast á við skilgreind lokamarkmið brautar. Nemendur eiga einnig að hafa öðlast almenna hæfni sem er í samræmi við hin níu svið lykilhæfninnar og grunnþætti menntunar. Lýsing á braut

Kjarni • 20 einingar
Heilsufræði HEIF 1NH031ÞJ03 6 ein.
Íslenska ÍSLE 2GO05 eða 2NH05 5 ein.
Lífsleikni LÍFS 1HÖ021VÖ02 4 ein.
Tómstundir og þemavinna ÞEMA 1ÞT05 5 ein.

 

Bóklegt val • 20 einingar

Nemandi getur valið úr þeim bóklegu áföngum sem eru í framboði í skólanum en einnig má meta nám frá öðrum skólum.

Verklegt val • 30 einingar

 

Fatasaumur SAUM 1GH052GH05 10 ein.
Fjallamennska FJAL 1AA121BT13 25 ein.
Frumkvöðlafræði FRUM 1NR052HF05 10 ein.
Grunnteikning GRTE 1FF052FÚ05 10 ein.
Kvikmyndagerð KVMG 1HM052FL05 10 ein.
Leiklist LEIK 1LH051LH05 10 ein.
Ljósmyndun LJÓS 1ML052SH05 10 ein.
Matreiðsla MATR 1AM052HN05 10 ein.
Málmsmíði MALM 1MH051RL05 10 ein.
Sjónlist SJLI 1TE05 2LM05 10 ein.
Tónlist Metið nám úr tónlistarskóla 20 ein.
Verkefnaáfangi * VERK 2FR05 5 ein.
Vinnustaðanám VINS 1RV102SF152VI152ST15 55 ein.

* Nemandi vinnur að lokaverkefni í framhaldi af verk- eða listgrein sem hann lagði stund á.

Óbundið val • 20 einingar

Nemandi getur valið úr þeim bóklegu áföngum sem eru í framboði í skólanum en einnig má meta nám frá öðrum skólum. Val nemenda á áföngum skal miðast við að 25-50% (23-46 einingar) séu á hæfniþrepi 1, 50-75% (46-69 einingar) séu á hæfniþrepi 2 og á hæfniþrepi 3 séu að hámarki 10 einingar.

Alls 90 einingar

Inntökuskilyrði

Inntökuskilyrði á brautina er að hafa lokið grunnskóla eða sambærilegri menntun.

Skipulag

Nemanda er skylt að ljúka 20 eininga námi í kjarna brautarinnar og þar af eru 5 einingar á 2. þrepi í íslensku. Auk þess þarf nemandi að hafa lokið námi á 1. þrepi í ensku og stærðfræði. Áfangar á fyrsta þrepi í íslensku, ensku og stærðfræði geta verið hluti af 20 eininga bóklegu vali. Sama gildir um nám á 1. þrepi í dönsku. Nemandi getur að því loknu valið aðra áfanga eða nám sem gerir frekari hæfnikröfur. Miðað er við að nemandi sérhæfi sig á tilteknu sviði í 30 eininga verklegu vali og taki þar minnst 10 einingar í hverri grein. Loks er óbundið val 20 einingar. Tónlistarnám er viðurkennt nám frá tónskólum og leiklistarnám er þátttaka í uppsetningu leikverks. Námslok framhaldsskólabrautar eru á hæfniþrepi 2. Val nemenda á áföngum skal því miðast við að 25-50% (23-46 einingar) séu á hæfniþrepi 1, 50-75% (46-69 einingar) séu á hæfniþrepi 2 og á hæfniþrepi 3 séu að hámarki 10 einingar.

Hæfniviðmið

Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að

 • tjá skoðanir sínar og skýra verklag tengt skilgreindu starfsumhverfi á ábyrgan, sjálfstæðan og skýran hátt
 • tjá sig á einfaldan og skýran hátt á erlendum tungumálum
 • bera virðingu fyrir grundvallarreglum starfsumhverfis
 • bera ábyrgð á starfi og starfsumhverfi
 • meta sjálfan sig á hlutlægan hátt og gera sér grein fyrir tækifærum í umhverfi sínu
 • vera virkur og ábyrgur borgari í lýðræðislegu samfélagi, innan starfsgreinar eða annarrar sérþekkingar
 • tengja þekkingu sína og leikni við starfsumhverfi og daglegt líf.
Fjallamennskunám er 60 eininga sérhæft nám í fjallamennsku sem tekur tvær annir og lýkur á 2. hæfniþrepi. Náminu er ætlað að auka hæfni nemenda til að ferðast um fjalllendi og óbyggðir á Íslandi. Námið er sérhæft nám í fjallamennsku og er ætlað fyrir þá sem vilja starfa við fjallamennsku og leiðsögn. Nemendur fá tiltekin réttindi innan fagfélags íslenskra fjallaleiðsögumanna AIMG. Nemendur hljóta einnig viðurkennda þjálfun í fyrstu hjálp frá Landsbjörgu. Námið veitir þjálfun í að meta vettvang og velja úrræði við ólíkar aðstæður. Námið er hugsað sem fyrsta skref í fjallamennsku og leiðsögn. Að loknu námi eiga nemendur að hafa öðlast almenna hæfni sem er í samræmi við hin níu svið lykilhæfninnar og grunnþætti menntunar. Hægt er að ljúka stúdentsprófi á kjörnámsbraut í FAS með fjallamennsku sem sérhæfingu. Einnig er hægt að ljúka framhaldsskólaprófi með fjallmennsku sem sérhæfingu.

Markmið brautarinnar er að mennta þá sem hyggjast afla sér réttinda til að starfa á skipum með vélarafl minna en 750 kW og sækjast ekki eftir frekara vélstjórnarnámi. Gert er ráð fyrir að atvinnuþáttaka fram til 18 ára aldurs veiti nemanda þann grunn að hann sé fær um að takast á við nám sem skipulagt er í samræmi við þessa námsbrautarlýsingu. Réttindin fást að fullnægðum skilyrðum um siglingatíma og starfsþjálfun.
Með eðlilegum námshraða er unnt að ljúka þessari námsbraut á tveimur önnum.

Námsgrein Númer Jafngildisáfangar Lýsandi heiti
Heilbrigðisfræði HBFR1SA03(AS) HBF101 Heilbrigðisfræði – grunnur
Hönnun skipa HÖSK2VA04(AV) HÖS102 Hönnun skipa
Kælitækni KÆLI2VA05(AV) KÆL122 Kælitækni 1
Málmsuða MLSU1VA03(AV) LSU102 og RSU102 Málmsuða 1 – pinnasuða, logsuða/-skurður, grunnáfangi
Rafmagnsfræði RAMV1VA04(AV) RAF103 Rafmagnsfræði 1
Rafmagnsfræði RAMV2VA04(BV) RAF253 Rafmagnsfræði 2
Rafmagnsfræði RAMV2VA04(CV) RAF353 Rafmagnsfræði 3
Smíðar SMÍÐ1VA04(AV) SMÍ104 Málmsmíðar 1 – handavinna, grunnur
Stýritækni málmiðna STÝR1VA04(AV) STÝ102 Stýritækni loft- og vökvastýringa
Vélfræði VÉLF1VA04(AV) VFR113 Vélfræði 1
Vélstjórn VÉLS1VA04(AV) VST103 Vélstjórn 1
Vélstjórn VÉLS2VA04(BV) VST204 Vélstjórn 2
Vélvirkjun VÉLV3VA04(AV) VIR104 Viðhald véla – vélvirkjun

Inntökuskilyrði

Inntökuskilyrði á brautina eru að hafa lokið grunnskóla eða sambærilegri menntun.

Ótilgreint nám er ekki eiginleg námsbraut.

Þeir nemendur skólans, sem ekki eru skráðir á einhverja af brautum skólans, eru skráðir í ótilgreint nám.

Vilji nemendur stunda nám eftir brautum sem ekki er boðið upp á í skólanum þá geta þeir það. Reynt verður að bjóða upp á sérgreinar brautanna eftir föngum, en þó má búast við að stunda verði nám í sumum áföngum með fjarnámi eða með öðrum hætti. Skólinn býður fram fullkomna aðstöðu til fjarnáms og aðstoðar nemendur við fjarnám eftir því sem við verður komið.