Hug- og félagsvísindabraut

Lýsing á braut

Hug- og félagsvísindabraut lýkur með stúdentsprófi og skilar nemendum á þriðja hæfniþrepi. Brautin er 200 einingar og skiptist í kjarna, sérhæfingu, bundið val og óbundið val. Á brautinni er lögð áhersla á hug- og félagsvísindi. Nemendur sem ljúka brautinni hafa öðlast hæfni til að takast á við háskólanám á því sviði. Nemendur eiga einnig að hafa öðlast almenna hæfni sem er í samræmi við hin níu svið lykilhæfninnar og grunnþætti menntunar.

Kjarni allra stúdentsbrauta • 115 einingar
Auðlinda- og umhverfisfræði AUUM 1AU05 5 ein.
Danska DANS 2ST05 5 ein.
Enska ENSK 2SG052LS053RO053SR05 20 ein.
Heilsufræði HEIF 1NH031ÞJ031ÞH02(1)1ÞH02(2) 10 ein.
Inngangur að vísindum INGA 1HF051NR05 10 ein.
Íslenska ÍSLE 2GO052NH053LF053FM05 20 ein.
Stærðfræði STÆR 2FG052TL05 10 ein.
Verk- og listgreinar * 5 ein.
Verkefnavinna VERK 3VR05 5 ein.
Þemavinna ÞEMA 1OV05 5 ein.
Þriðja mál (spænska eða þýska) SPÆN 1HR051RL051TS052SK05 20 ein.
ÞÝSK 1GF051MÁ051SM052ÞL05

*  Nemendur velja verk- og listgreinar af framboði skólans eða annarra skóla.

Sérhæfing • 25 einingar

 

Aðferðafræði RANN 3EM05 5 ein.
Félagsfræði FÉLA 2FS052KF05 10 ein.
Saga SAGA 2AK05 5 ein.
Stærðfræði STÆR 3ÁT05 5 ein.

 

Bundið val – námslínur • 40 – 45 einingar

 

Danska DANS 2SS053FB05 10 ein.
Enska ENSK 3AE053SA05 10 ein.
Erlend samskipti ERLE 2ER053ER05 10 ein.
Fjölmiðlafræði FJÖL 2FS053MV05 10 ein.
Heimspeki HEIM 2IS053HS05 10 ein.
Íslenska ÍSLE 3VB053VM05 10 ein.
Kynjafræði KYFR 2IN053KM05 10 ein.
Landfræði LANF 2NM053HL05 10 ein.
Saga SAGA 2TU053VE05 10 ein.
Sálfræði SÁLF 2IN053ÞÞ05 10 ein.
Spænska SPÆN 2KV052ME05 10 ein.
Stjórnmálafræði STJÓ 2IS053AS05 10 ein.
Stærðfræði 1 STÆR 2HV053DF053DH05 15 ein.
Stærðfræði 2 STÆR 2HV053ÞV053SS05 15 ein.
Stærðfræði 3 STÆR 2HV053ÞV05 10 ein.
Þýska ÞÝSK 2FT053FÞ05 10 ein.

Einnig má nemandi velja eina námslínu af annarri braut.

Óbundið val • 15 – 20 einingar

Nemandi getur valið úr þeim áföngum sem eru í framboði í skólanum en einnig má meta nám frá öðrum skólum. Val nemenda á áföngum skal miða við að á brautinni alls séu 17-33% (34 – 66 einingar) á hæfniþrepi 1, 33-50% (66 – 100 einingar) á hæfniþrepi 2 og 17-33% (34 – 66 einingar) séu á hæfniþrepi 3.

Alls 200 einingar

Inntökuskilyrði

Grunnskólapróf. Til að hefja nám á öðru hæfniþrepi í dönsku, ensku, íslensku eða stærðfræði þarf nemandi að hafa náð hæfnieinkunn B við lok grunnskóla eða að hafa lokið fyrsta þreps áfanga í þessum greinum.

Skipulag

Kjarni brautar er 115 einingar og sameiginlegur með náttúru- og raunvísindabraut og kjörnámsbraut. Sérhæfing á brautinni er 25 einingar, bundið val 40 einingar og óbundið val 20 einingar. Kjarni og sérhæfing er skylda á brautinni. Bundna valið er námslína sem er sett saman úr tveimur, stundum þremur, áföngum á sama fagsviði. Nemendur velja fjórar slíkar línur í bundnu vali og er skylt að velja að minnsta kosti þrjár þeirra af námslínum brautarinnar en eiga möguleika á að velja eina línu af öðrum brautum. Verkefnaáfangi í kjarna er tekinn undir lok námstímans og er eins konar lokaáfangi í framhaldi af námslínu nemandans þar sem val á efni ræðst einnig af áhugasviði og markmiðum náms. Námslok hug- og félagsvísindabrautar eru á hæfniþrepi 3. Val nemenda á áföngum skal því miðast við að 17-33% (34 – 66 einingar) séu á hæfniþrepi 1, 33-50% (66 – 100 einingar) séu á hæfniþrepi 2 og að 17-33% (34 – 66 einingar) séu á hæfniþrepi 3.

Hæfniviðmið

Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að

  • takast á við nám á háskólastigi í hug- og félagsvísindum.
  • beita þekkingu og færni á gagnrýninn hátt við að skilgreina samfélagið með það að markmiði
    að ný þekking verði til.
  • taka þátt í gagnrýnni umræðu á ábyrgan hátt.
  • beita vísindalegum vinnubrögðum og gagnrýnni hugsun.
  • miðla fræðilegum upplýsingum á skapandi og fjölbreyttan hátt í ræðu og riti.
  • gera sér grein fyrir mikilvægi félagslegrar, efnahagslegrar og menningarlegrar sjálfbærni fyrir samfélag sitt og samfélag þjóðanna.
  • skilja nærumhverfi sitt og stöðu þess í alþjóðlegu samhengi út frá fræðilegum forsendum.
  • vera virkur og ábyrgur borgari í lýðræðissamfélagi.