✞ Uppstigningardagur

Uppstigningardagur sem einnig hefur verið nefndur Upprisudagur eða Uppstigudagur er 40 dögum eftir Páska eða fimmtudagurinn í fimmtu viku eftir Páska og 10 dögum fyrir Hvítasunnu og er Opinber frídagur á Íslandi.

Er hann helgidagur kristinna til minningar um himnaför Jesú eins og henni er lýst í Biblíunni. En þar stendur að tíu dögum fyrir Hvítasunnu var hann „upp numinn til himins” að lærisveinunum ásjáandi og „ský huldi hann sjónum þeirra“.

Minningarathöfn um himnaförina var fyrst haldin á Hvítasunnu uns hún var færð yfir sinn eigin dag. Var dagurinn um tíma kallaður Helga þórsdag í almanökum hér á landi en það nafn náði ekki fótfestu þar sem á þeim tíma var byrjað að nota orðið fimmtudagur í stað þórsdagur.

▶︎ Nánar um Uppstigningardag á Íslenska Almanaksvefnum

▶︎ Nánar um Frídaga á Íslandi á Íslenska Almanaksvefnum

 • 00

  days

 • 00

  hours

 • 00

  minutes

 • 00

  seconds

Date

13. maí - 2020

Time

All Day