⛪️ Langafasta byrjar

Langafasta einnig kölluð Sjöviknafasta hefst á Öskudegi, miðvikudegi í 7. viku fyrir Páska.

Föstuinngangur stendur frá sunnudeginum á undan og getur borið upp á 1. febrúar til 7. mars og fara þeir víðast hvar í hinni Vestrænu kirkju fram með fögnuði fyrir föstutímann.

Hér á landi er í dag ekki haldið upp á sunnudaginn lengur en hann hefur þó verið tengdur Æskulýðsdegi þjóðkirkjunnar. Haldið er aftur á móti upp á mánudaginn með Bolludegi þriðjudagin með Sprengidegi og svo hefst Langafasta á miðvikudeginum með Öskudegi.

Siður er hér á landi að á Lönguföstu séu Passíusálmar Hallgríms Péturssonar lesnir í Ríkisútvarpinu.

▶︎ Nánar um Lönguföstu á Íslenska Almanaksvefnum

The event is finished.

Date

17. feb - 2020
Expired!

Time

All Day