COVID-19
Upplýsingasíða FAS fyrir COVID-19Hvernig draga skal úr smithættu
Leiðbeiningar um handþvott
- Hreinsa hendur með sápu og vatni eða handspritti
- Hósta og hnerra í krepptan olnboga eða í pappír
- Forðast náið samneyti við fólk sem er með hita, kvef eða flensueinkenni
- Gæta hreinlætis og forðast snertingu við augu, nef og munn
- Varast snertifleti á fjölförnum stöðum svo sem handrið, lyftuhnappa, snertiskjái, greiðsluposa og hurðarhúna
- Heilsa frekar með brosi en handabandi (eða faðmlagi)
Mælst er til þess að allir sem eru veikir, með hita, hósta, beinverki og önnur flensueinkenni, haldi sig heima og reyni eftir fremmsta megni að komast hjá því að smita næsta mann af pestinni, hver svo sem hún er.
Fólk með hita (yfir 38,5°C) og flensulík einkenni er beðið að hafa samband við heilsugæslustöðina.
Bent er á nýja heimasíðu almannavarna, covid.is