Comeniusarverkefni

Nachhaltigkeit im Nationalpark

Skólaárið 2013-2015 var verkefni sem fjallar um sjálfbærni í þjóðgörðum. Nemendur unnu meðal annars að snjallsímaleiðsögn í Vatnajökulsþjóðgarði. Verkefni var samstarfsverkefni við Max-Planck-Gymansium í Tríer í Þýskalandi. Að þessu sinni voru tveir íslenskir samstarfsskólar; Menntaskólinn á Egilsstöðum og FAS.  Vinir Vatnajökuls styrktu líka verkefnið þannig að hægt var að kaupa búnað til að setja leiðsögnina í snjallsíma.

Weltklimakonflikt als Energieproblem

nemendaskiptaverkefni við Max-Planck-Gymansium í Tríer í Þýskalandi. Þetta var samstarfsverkefni framhaldsskólanna þriggja á Austurlandi við skólann í Tríer. Verkefnið hófst 2009 og lauk vorið 2011.

Water and Fire

Á vorönn 2005 hóf skólinn samstarf við Kölscey Ferenc Gimnázium í Zalaegerszeg í Ungverjalandi undir merkjum eTwinning áætlunarinnar.

Living in a Changing Globe

er  Comeíusarverkefni sem var í gangi milli Vajda János Gimnázium í Ungverjalandi og FAS. Það var tveggja ára verkefni sem lauk 2015. Þar var fjallað um loftslagsbreytingar í löndunum tveimur. Þetta var í annað skipti sem skólinn vinnur með skóla í Ungverjalandi.

Agrarwirtschaft im Wandel – Wie wie die Welt bewegen

Skólaráið 2010-2011

Breaking the ice with ICT.

Skólaárið 2002 – 2003 var í gangi tungumálaverkefni og nemendaskipti á vegum Comeníusar áætlunarinnar. Þá var samstarf á milli FAS og Sint Gabriël college í Brussel í Belgíu.

Everyday life in fishing communities

Þetta er fyrsta samstarfsverkefnið sem FAS tók þátt í. Það var Comeníusarverkefni og var í gangi 1996 – 1997. Skólar í Danmörku, Ítalíu og á Kanaríeyjum voru í samstarfi við FAS og fjölluðu um daglegt líf í sjávarbyggðum.