Skólinn

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu starfar eftir lögum um framhaldsskóla númer 80 frá árinu 1996 og lýtur yfirstjórn menntamálaráðherra. Skólinn var stofnaður árið 1987 af ríkinu og sveitarfélögum í Austur-Skaftafellssýslu. Skólinn fékk inni í húsi Nesjaskóla í Nesjahreppi og þar var hann fyrstu 15 árin en fluttist í Nýheima á Höfn í Hornafirði haustið 2002.

Hlutverk skólans er fyrst og fremst að bjóða upp á almennt bóknám en auk þess er lögð áhersla á starfsnám í samræmi við eftirspurn hverju sinni, fjallamennsku nám FAS er gott dæmi um starfsnám sem skólinn býður uppá. Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu er um 200 nemenda skóli. Í skólanum er lögð áhersla á að þjóna þörfum nemenda á persónulegan hátt með sveigjanlegu námsframboði. Fjarnám og tölvutengt nám er mikilvægur hluti náms við skólann og fer sífellt vaxandi.

Skólinn er í samstarfi við aðra framhaldsskóla um fjarnám. Markmið er fyrst og fremst að bæta aðgengi nemenda að eins fjölbreyttu námsframboði og kostur er og tryggja þeim sem bestan undirbúning undir frekara nám eða störf.