Námið

Samkvæmt nýrri námskrá FAS verður boðið upp á nám við skólann á þremur brautum sem lýkur með stúdentsprófi. Þetta eru hug- og félagsvísindabraut, náttúru- og raunvísindabraut og kjörnámsbraut.

Í FAS er einnig boðið upp tvær brautir sem lýkur með framhaldsskólaprófi, en þær eru  framhaldsskólabraut og fjallamennskubraut. Einnig er boðið upp á  vélstjórnarbraut A, sem er ætluð fyrir þá sem hyggjast afla sér réttinda til starfa á skipum með vélarafl minna en 750 kW og sækjast ekki eftir frekara vélstjórnarnámi.

Einnig er boðið upp á nám á ýmsum starfsnámsbrautum í samstarfi við ellefu aðra framhaldsskóla. Verkefnið kallast Fjarmenntaskólinn. Það framboð ræðst af eftirspurn og er því breytilegt milli ára.

Námsframboð skólans miðast fyrst og fremst við að nemendur geti með eðlilegri námsframvindu lokið stúdentsprófi á þremur árum og framhaldsskólaprófi á tveimur árum.