10. bekkur heimsækir FAS
Í gær komu nemendur úr 10. bekk í heimsókn til okkar í FAS. Þegar hópurinn mætti var þeim boðið í morgunmat með nemendum og kennurum skólans. Í framhaldi af því var kynning á skólanum, námsframboði og félagslífinu. Við vonum að kynningin hafi verið gagnleg og fróðleg,...
Vel heppnuð árshátíð FAS
Árshátíð FAS fór fram síðastliðinn fimmtudag, þann 2.mars. Þemað að þessu sinni var "90's" og var Sindrabær skreyttur í takt við þann tíma. Skreytingarnar voru afurð árshátíðarhóps á opnum dögum sem fóru fram fyrr hluta síðustu viku. Að loknu borðhaldi var sýnt...
Snjóflóð og skíði
Nemendur í grunnnámi Fjallamennskunáms FAS lögðu leið sína norður í land til Dalvíkur (eða Ennis, Alaska) dagana 3. - 7. og 10. - 14. febrúar. Þar var ætlunin að njóta blíðunnar á Dalvík, Eyjafirði og Tröllaskaga á skíðum og læra allt sem hægt er að læra um snjóflóð...
Kaffiboð á opnum dögum
Í dag er síðasti dagur opinna daga í FAS og af því tilefni efndu nemendur og kennarar til kaffisamsætis á Nýtorgi. Þar var margt girnilegt í boði; ávextir, kökur og kruðirí. Allt rann þetta ljúflega niður. Eftir hádegi í dag munu hóparnir kynna afrakstur vinnu sinnar...
Opnir dagar í FAS
Núna standa yfir opnir dagar í FAS. Þá leggja nemendur hefðbundin verkefni til hliðar og fást við ýmislegt annað. Nemendur gátu valið sér hóp eftir áhuga og hafa því mikið um það að segja hvað er gert á opnum dögum. Við erum með útvarpshóp sem ætlar að vera með tvær...
Opnir dagar á næsta leiti
Í næstu viku verða opnir dagar hjá okkur í FAS. En þá eru bækurnar lagðar til hliðar í þrjá daga og nemendur fást við önnur verkefni. Opnum dögum lýkur svo með árshátíð sem verður fimmtudaginn 2. mars. Nemendur í sviðslistum hafa síðustu daga búið til dans fyrir...