Nú er heldur betur farið að styttast í að skólastarf haustannar hefjist. Skólinn verður settur föstudaginn 21. ágúst klukkan tíu í fyrirlestrasal Nýheima. Í kjölfarið verða umsjónarfundir þar sem nemendur fá m.a. afhentar stundaskrár. Kennsla hefst svo samkvæmt stundaskrá mánudaginn 24. ágúst.
Hægt er að skrá sig í nám allt fram til 28. ágúst en best er að skrá sig sem fyrst. Upplýsingar um námsframboð er að finna á heimasíðu skólans.
Nóg að gera í lok annar
Nú er upp runnin síðasta heila kennsluvika annarinnar og mikið um að vera. Nemendur eru í óða önn að leggja lokahönd á vinnu sína í skólanum. Á miðvikudag munu nemendur í áfanganum Hönnun og nýsköpun kynna Graffíl listahátíð sem þau eru að vinna að ásamt fleiri...