Nú er heldur betur farið að styttast í að skólastarf haustannar hefjist. Skólinn verður settur föstudaginn 21. ágúst klukkan tíu í fyrirlestrasal Nýheima. Í kjölfarið verða umsjónarfundir þar sem nemendur fá m.a. afhentar stundaskrár. Kennsla hefst svo samkvæmt stundaskrá mánudaginn 24. ágúst.
Hægt er að skrá sig í nám allt fram til 28. ágúst en best er að skrá sig sem fyrst. Upplýsingar um námsframboð er að finna á heimasíðu skólans.
Hæfniferð Fjallamennskunáms FAS vor 2023
Hæfniferð FAS er ígildi lokaprófs en þar fá nemendur tækifæri til að sýna fram á þá hæfni og þekkingu sem þeir hafa öðlast í gegnum skólagönguna. Lagt er upp með í áfanganum að nemendur takist á við fjölbreytt og flókið landslag, hvort sem það er utan hefðbundinna...