Aftur líf á Nýtorgi

04.maí.2020

Það var ánægjulegt að sjá aftur nemendur og starfsfólk á vappi í FAS í morgun en frá og með 4. maí taka gildi reglur um rýmkun á samkomubanni. Nú er leyfilegt að koma aftur í skólann en þó þarf að uppfylla skilyrði um að fjarlægð á milli einstaklinga sé a.m.k. tveir metrar. Það er misjafnt eftir áföngum í FAS hvenær nemendur koma aftur eða í hvaða tíma en allir eiga að hafa fengið upplýsingar þar að lútandi frá sínum kennurum.
Hún Hafdís okkar var mætt í veitingasöluna í morgun og menn voru ánægðir með að geta fengið sér að borða. Að sjálfsögðu var passað upp á að allir myndu virða tveggja metra fjarlægðamörkin.

Aðrar fréttir

Á leið til Noregs

Á leið til Noregs

Við höfum áður sagt frá nemendaskiptaverkefni sem fjallar um náttúrulegar auðlindir og nýtingu þeirra en það verkefni hófst síðastliðið haust. Þetta er tveggja ára verkefni undir merkjum Nordplus og þátttökulöndin eru Finnland, Noregur og Ísland. Í verkefninu er gert...

Vetrarferðamennska

Vetrarferðamennska

Vetrarferðamennskuáfanginn í fjallamennskunáminu hófst með vinnustofu í Reykjavík þar sem nemendur fóru yfir leiðaval, hvernig á að ferðast án ummerkja og notkun á viðleigubúnaði í vetraraðstæðum. Daginn eftir var förinni heitir norður í fjögurra nátta tjaldferðalag...

Framhald í Fjallaskíðamennsku FAS

Framhald í Fjallaskíðamennsku FAS

Þá var komið að síðasta fjallaskíðanámskeiði vetrarins. Framhaldsnemar héldu enn á ný norður í land til þess að auka færni sína á fjallaskíðum. Hópurinn hittist í bakaríi á Akureyri þar sem morgunfundur var haldinn að venju og farið var yfir búnaðinn. Í þetta sinn var...