Listsköpun á gamla Sindrahúsinu

29.apr.2020

Við sögðum frá því í síðustu viku að skólinn hefði fengið leyfi til að nota gamla Sindrahúsið fyrir listsköpun. Einhverjum nemendum hafði dottið í hug að það gæti verið áhugavert að reyna að gera eitthvað nýtt og krefjandi á tímum takmörkunar á skólahaldi. Gengið var í það að útfæra hugmyndina þannig að öllum reglum um samneyti og sóttvörnum væri fylgt og var öllum nemendum boðið að koma og taka þátt. Þema verkefnisins er vorið.

Í síðustu og þessari viku hafa allmargir nemendur komið og lagt sitt af mörkum til að gæða þessar síðustu stundir hússins lífi en ætlunin er að rífa húsið eftir næstu mánaðarmót. Nú þegar er hægt að sjá afrakstur af vinnu nemenda á tveimur útveggjum en nemendur á lista- og menningarsviði hafa séð um að skapa listaverk innan veggja. Á morgun er síðasti dagurinn til að vinna að verkefnunum og hvetjum við þá nemendur sem vilja til að koma milli 14 og 16 og taka þátt.

Framgangur verksins hefur verið settur á instagramsíðu skólans. Þar munu verkin lifa þó húsið heyri brátt sögunni til.

Aðrar fréttir

Nóg að gera í lok annar

Nóg að gera í lok annar

Nú er upp runnin síðasta heila kennsluvika annarinnar og mikið um að vera. Nemendur eru í óða önn að leggja lokahönd á vinnu sína í skólanum. Á miðvikudag munu nemendur í áfanganum Hönnun og nýsköpun kynna Graffíl listahátíð sem þau eru að vinna að ásamt fleiri...

Hájöklaferð í fjallamennskunáminu

Hájöklaferð í fjallamennskunáminu

Áfanginn hájöklaferðamennska í grunnnámi fjallamennskubrautarinnar fór fram dagana 26. apríl til 1. maí á Öræfajökli. Ákveðið var að fara aðeins aðra leið en hefur verið farin undanfarin ár og lagt af stað upp Svínafellið vestanvert, gengið upp í gegnum Skörð og þaðan...

Landvarðanám FAS

Landvarðanám FAS

Í byrjun apríl lauk áfanga í landvörslu FAS í blíðskaparveðri í Skaftafelli. Landvarðanámskeið hefur lengi verið námskeið sem skólastjórnendum í FAS hefur langað til að bæta við námsbrautirnar í fjallamennsku en það tókst síðasta haust og nú hefur FAS leyfi til að...