FAS í undanúrslit í umhverfisverkefni Landverndar

27.apr.2020

Landvernd stendur fyrir alþjóðlegu verkefni á meðal skóla á Íslandi sem kallast Ungt umhverfisfréttafólk. Verkefnið kallast á ensku YRE en það stendur fyrir Young Reporters for the Environment.

Verkefninu er ætlað að valdefla ungt fólk og gefa þeim tækifæri til að hafa áhrif með því að kynna sér umhverfismál með gagnrýnum hætti og miðla upplýsingum til almennings. Nemendur geta einnig valið um að senda verkefni sín í landskeppni og bestu verkefnin taka síðan þátt í alþjóðlegri keppni.

Í FAS var ákveðið að nemendur í umhverfis- og auðlindafræði tækju þátt í verkefninu og var hafist handa fljótlega í byrjun annar. Það var orðið stutt í skilafrest þegar reglur um takmörkun á skólahaldi tóku gildi og hafði það áhrif á vinnuna. En með góðu skipulagi og þrautseigju náðu einhverjir hópar að skila inn verkefnum. Í síðustu viku barst svo ánægjulegur póstur frá Landvernd um að verkefni frá FAS hefði komist í undanúrslit í innanlandskeppninni. Þetta er instagram síða hjá hópi sem kalla sig „Hellisbúana“ og verkefnið fjallar um áhrif loftslagsbreytinga á íshella. Í póstinum frá Landvernd kemur fram að í þessari viku verður sendur póstur á nemendur sem hljóta verðlaun, en sætin (fyrsta, annað og þriðja) verða þó ekki tilkynnt fyrr en í streymi þann 6. maí.

Frábært hjá ykkur Hellisbúar og til hamingju með verkefnið ykkar! Hér má sjá stutta kynningu á hópnum og hér er slóðin á verkefnið í heild.

 

 

 

Aðrar fréttir

Á leið til Noregs

Á leið til Noregs

Við höfum áður sagt frá nemendaskiptaverkefni sem fjallar um náttúrulegar auðlindir og nýtingu þeirra en það verkefni hófst síðastliðið haust. Þetta er tveggja ára verkefni undir merkjum Nordplus og þátttökulöndin eru Finnland, Noregur og Ísland. Í verkefninu er gert...

Vetrarferðamennska

Vetrarferðamennska

Vetrarferðamennskuáfanginn í fjallamennskunáminu hófst með vinnustofu í Reykjavík þar sem nemendur fóru yfir leiðaval, hvernig á að ferðast án ummerkja og notkun á viðleigubúnaði í vetraraðstæðum. Daginn eftir var förinni heitir norður í fjögurra nátta tjaldferðalag...

Framhald í Fjallaskíðamennsku FAS

Framhald í Fjallaskíðamennsku FAS

Þá var komið að síðasta fjallaskíðanámskeiði vetrarins. Framhaldsnemar héldu enn á ný norður í land til þess að auka færni sína á fjallaskíðum. Hópurinn hittist í bakaríi á Akureyri þar sem morgunfundur var haldinn að venju og farið var yfir búnaðinn. Í þetta sinn var...