Skólastarf hafið eftir páskafrí

14.apr.2020

Í dag hófst kennsla aftur í FAS að loknu páskafríi. Eins og fyrir páska hittast nemendur og kennarar í gegnum Teams. Það var nokkuð gott hljóð í nemendum og margir ánægðir með skólinn sé byrjaður aftur.

Það hillir þó undir breytta tíma því í dag kynntu stjórnvöld breytingar um tilslakanir á samkomubanni. Frá og með 4. maí verður leyfilegt að opna framhaldsskóla með takmörkunum.  Það finnst okkur mikið gleðiefni og munum svo sannarlega gera allt sem við getum til að uppfylla skilyrði svo nemendur okkar komist í skólann. Við munum fljótlega segja frá því hvernig skipulagið verður hjá okkur í FAS.

Aðrar fréttir

Nóg að gera í lok annar

Nóg að gera í lok annar

Nú er upp runnin síðasta heila kennsluvika annarinnar og mikið um að vera. Nemendur eru í óða önn að leggja lokahönd á vinnu sína í skólanum. Á miðvikudag munu nemendur í áfanganum Hönnun og nýsköpun kynna Graffíl listahátíð sem þau eru að vinna að ásamt fleiri...

Hájöklaferð í fjallamennskunáminu

Hájöklaferð í fjallamennskunáminu

Áfanginn hájöklaferðamennska í grunnnámi fjallamennskubrautarinnar fór fram dagana 26. apríl til 1. maí á Öræfajökli. Ákveðið var að fara aðeins aðra leið en hefur verið farin undanfarin ár og lagt af stað upp Svínafellið vestanvert, gengið upp í gegnum Skörð og þaðan...

Landvarðanám FAS

Landvarðanám FAS

Í byrjun apríl lauk áfanga í landvörslu FAS í blíðskaparveðri í Skaftafelli. Landvarðanámskeið hefur lengi verið námskeið sem skólastjórnendum í FAS hefur langað til að bæta við námsbrautirnar í fjallamennsku en það tókst síðasta haust og nú hefur FAS leyfi til að...