Í dag fengu nemendur á öllum aldri að kynnast margs konar vísindum með lifandi og skemmtilegum hætti á Vísindatorgi í Nýheimum. Þetta er verkefni á vegum Samtaka sveitarfélaga á Suðurlandi í samvinnu við Háskóla Íslands og nefnist Menntalest Suðurlands. Allir framhaldsskólarnir á Suðurlandi verða heimsóttir með þessum hætti á næstu vikum.
Nóg að gera í lok annar
Nú er upp runnin síðasta heila kennsluvika annarinnar og mikið um að vera. Nemendur eru í óða önn að leggja lokahönd á vinnu sína í skólanum. Á miðvikudag munu nemendur í áfanganum Hönnun og nýsköpun kynna Graffíl listahátíð sem þau eru að vinna að ásamt fleiri...