Tíundi bekkur heimsækir FAS

11.maí.2015

Tíundi bekkur heimsækir FAS. Í gær komu góðir gestir í FAS en það voru nemendur í tíunda bekk grunnskólans. Nokkrir þeirra þekkja skólann orðið ágætlega en um langt skeið hafa nemendur getað tekið bóklegar valgreinar í lok grunnskólans.
Í byrjun var nemendum boðið í fyrirlestrasalinn þar sem Zophonías skólameistari kynnti námsframboð skólans og hverjar eru helstu áherslur í náminu samkvæmt námskrá. Margrét Gauja námsráðgjafi kynnti hvaða þjónusta er í boði hjá skólanum og forsetar nemendafélagsins ásamt Selmu félagslífsfulltrúa sögðu frá félagslífi í skólanum og helstu viðburðum á hverju ári.
Að loknum kynningum gengu nemendur um skólann og í lokin var boðið upp á veitingar á Nýtorgi en margir kalla kaffiteríuna því nafni.
Við þökkum nemendum í tíunda bekk kærlega fyrir komuna og vonumst til að sjá sem flesta í haust.

Aðrar fréttir

Nóg að gera í lok annar

Nóg að gera í lok annar

Nú er upp runnin síðasta heila kennsluvika annarinnar og mikið um að vera. Nemendur eru í óða önn að leggja lokahönd á vinnu sína í skólanum. Á miðvikudag munu nemendur í áfanganum Hönnun og nýsköpun kynna Graffíl listahátíð sem þau eru að vinna að ásamt fleiri...

Hájöklaferð í fjallamennskunáminu

Hájöklaferð í fjallamennskunáminu

Áfanginn hájöklaferðamennska í grunnnámi fjallamennskubrautarinnar fór fram dagana 26. apríl til 1. maí á Öræfajökli. Ákveðið var að fara aðeins aðra leið en hefur verið farin undanfarin ár og lagt af stað upp Svínafellið vestanvert, gengið upp í gegnum Skörð og þaðan...

Landvarðanám FAS

Landvarðanám FAS

Í byrjun apríl lauk áfanga í landvörslu FAS í blíðskaparveðri í Skaftafelli. Landvarðanámskeið hefur lengi verið námskeið sem skólastjórnendum í FAS hefur langað til að bæta við námsbrautirnar í fjallamennsku en það tókst síðasta haust og nú hefur FAS leyfi til að...