Útskrift frá FAS

25.maí.2015

utskrift2015Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni voru útskrifaðir 13 stúdentar, þrír nemendur af fjallamennskubraut, fjórir vélaverðir og einn af B stigi vélstjórnar.
Nýstúdentar eru: Anna Lilja Gestsdóttir, Guðrún Kristín Stefánsdóttir, Heiðdís Anna Marteinsdóttir, Ingibjörg Lilja Pálmadóttir, Ljósbrá Dögg Ragnarsdóttir, Lydía Angelíka Guðmundsdóttir, Ragnar Magnús Þorsteinsson, Sigríður Þórunn Þorvarðardóttir, Sveinbjörg Andrea Auðunsdóttir, Tómas Ásgeirsson, Una Guðjónsdóttir, Þorlákur Helgi Pálmason og Þórhildur V. Sigursveinsdóttir.
Af fjallamennskubraut útskrifast: Gestur Hansson, Skúli Magnús Júlíusson og Þórdís Kristvinsdóttir. Vélaverðir eru: Guðjón Björnsson, Gunnar Freyr Valgeirsson, Hallmar Hallsson og Hallur Sigurðsson. Vélstjóri af B stigi er Loftur Vignir Bjarnason.
Bestum árangri á stúdentsprófi að þessu sinni náði Ragnar Magnús Þorsteinsson.

Starfsfólk FAS óskar útskriftarnemendum til hamingju með áfangann og óskar þeim velfarnaðar í framtíðinni.

utskrift2015

Aðrar fréttir

Á leið til Noregs

Á leið til Noregs

Við höfum áður sagt frá nemendaskiptaverkefni sem fjallar um náttúrulegar auðlindir og nýtingu þeirra en það verkefni hófst síðastliðið haust. Þetta er tveggja ára verkefni undir merkjum Nordplus og þátttökulöndin eru Finnland, Noregur og Ísland. Í verkefninu er gert...

Vetrarferðamennska

Vetrarferðamennska

Vetrarferðamennskuáfanginn í fjallamennskunáminu hófst með vinnustofu í Reykjavík þar sem nemendur fóru yfir leiðaval, hvernig á að ferðast án ummerkja og notkun á viðleigubúnaði í vetraraðstæðum. Daginn eftir var förinni heitir norður í fjögurra nátta tjaldferðalag...

Framhald í Fjallaskíðamennsku FAS

Framhald í Fjallaskíðamennsku FAS

Þá var komið að síðasta fjallaskíðanámskeiði vetrarins. Framhaldsnemar héldu enn á ný norður í land til þess að auka færni sína á fjallaskíðum. Hópurinn hittist í bakaríi á Akureyri þar sem morgunfundur var haldinn að venju og farið var yfir búnaðinn. Í þetta sinn var...