Sumarfrí og upphaf haustannar

14.jún.2016

SANYO DIGITAL CAMERA

Skrifstofa skólans verður lokuð frá og með 17. júní vegna sumarleyfa. Opnað verður aftur miðvikudaginn 3. ágúst. Þeir sem eru að huga að námi geta skoðað námsframboð á vef skólans. Þar er jafnframt hægt að skrá sig en þeim umsóknum sem berast í sumar verður svarað í byrjun ágúst þegar skrifstofan opnar að nýju. Tekið verður við umsóknum til 25. ágúst en þá lýkur áfangaskráningu. Það er samt best að skrá sig sem fyrst.

Skólastarf haustannar byrjar formlega fimmtudaginn 18. ágúst en þá verður skólinn settur klukkan 10 og þar á eftir verða umsjónarfundir. Kennsla hefst svo föstudaginn 19. ágúst samkvæmt stundaskrá.

Starfsfólk FAS vonar að allir eigi ánægjulegt sumar.

Aðrar fréttir

Fjallanámið áfram í FAS

Fjallanámið áfram í FAS

Það er okkur sannarlega mikið gleðiefni að flytja nýjustu tíðindi af stöðu náms í fjallamennsku í FAS.  Næsta vetur mun námið verða í boði með svipuðu sniði og undanfarin ár. Það ár mun verða notað til að finna náminu farveg til framtíðar. Við höfum verið í erfiðum...

Á leið til Noregs

Á leið til Noregs

Við höfum áður sagt frá nemendaskiptaverkefni sem fjallar um náttúrulegar auðlindir og nýtingu þeirra en það verkefni hófst síðastliðið haust. Þetta er tveggja ára verkefni undir merkjum Nordplus og þátttökulöndin eru Finnland, Noregur og Ísland. Í verkefninu er gert...

Vetrarferðamennska

Vetrarferðamennska

Vetrarferðamennskuáfanginn í fjallamennskunáminu hófst með vinnustofu í Reykjavík þar sem nemendur fóru yfir leiðaval, hvernig á að ferðast án ummerkja og notkun á viðleigubúnaði í vetraraðstæðum. Daginn eftir var förinni heitir norður í fjögurra nátta tjaldferðalag...