Íslenskur aðall til sýnis

14.apr.2016

Íslenzkur Aðall1Nemendur í íslensku hafa verið að lesa Íslenzkan aðal eftir Þórberg Þórðarson síðustu vikur. Unnin hafa verið verkefni í tengslum við lesturinn, farið í heimsókn á Þórbergssetrið á Hala í Suðursveit og velt upp hugmyndum um lífið nú og þá. Atburðirnir sem lýst er í sögunni gerðust árið 1912 og því er forvitnilegt að bera saman tímana tvenna og velta fyrir sér breytingum á nánast öllum sviðum daglegrar tilveru. En innst inni erum við bara venjulegt fólk. Ungt fólk þarf að skemmta sér, ræða um sín áhugamál, stunda vinnu til að geta borgað húsaleigu og mat og eiga sína drauma um betra líf.
Allt þetta og meira til má sjá í sýnishornum af verkefnum nemenda sem verða til hengd upp á veggi í stofu 204 í FAS í dag.
Sýningin verður opin út þennan mánuð og eru allir velkomnir að skoða afrakstur nemenda þegar ekki er verið að kenna í stofunni.
Við viljum koma að sérstöku þakklæti á framfæri til Þorbjargar Arnórsdóttur forstöðumanns Þórbergsseturs fyrir góðar móttökur og fróðleik.

Aðrar fréttir

Fókus á álftatalningu

Fókus á álftatalningu

Í dag var komið að árlegri ferð upp í Lón en það er eitt af vöktunarverkefnum í umhverfis- og auðlindafræði í FAS að fylgjast með álftum. Aðaltilgangurinn að telja álftir á Lónsfirði en við komum líka við á urðunarstaðnum í Lóni og fengum að sjá og fræðast um...

Anna Lára vinnur ferð til Þýskalands

Anna Lára vinnur ferð til Þýskalands

Félag þýzkukennara hefur um árabil með stuðningi frá Goethe Institut og Þýska sendiráðinu staðið fyrir samkeppni sem kallast Þýskuþraut. Þar gefst nemendum sem eru komnir áleiðis í námi kostur á að taka þátt í þýskuprófi til að sjá hver staða þeirra er miðað við...

Opnum dögum lýkur – nýr framhaldsskólameistari í Hornafjarðarmanna

Opnum dögum lýkur – nýr framhaldsskólameistari í Hornafjarðarmanna

Í dag er þriðji og síðasti dagur opinna daga og mikið búið að vera um að vera. Morguninn byrjaði líkt og fyrri dagar á morgunleikfimi. Að því loknu fengum við góða gesti. Það voru læknanemar frá Ástráði með fræðslu um kynlíf, kynheilbrigði og samskipti. Í löngu...