Við höfum verið svo heppin að hitastig hefur tekið að hækka aðeins hérna á suðausturhorninu síðustu daga. Það má taka vel eftir því hérna í FAS og er eins og lundin léttist örlítið á nemendum og kennurum með hverjum sólardeginum. Kannski er ástæðan að páskafrí hefst eftir að kennslu lýkur á morgun, hver veit?
Í hádeginu í dag tóku nokkrir nemendur sig til og nutu sólarinnar fyrir utan Nýheima. Farið var í hina ýmsu leiki og mátti til dæmis sjá nemendur hoppa í snú snú og takast á í reipitogi.
Við vonum innilega að vorið sé komið og sólardagarnir verði fleiri á næstunni.
Nóg að gera í lok annar
Nú er upp runnin síðasta heila kennsluvika annarinnar og mikið um að vera. Nemendur eru í óða önn að leggja lokahönd á vinnu sína í skólanum. Á miðvikudag munu nemendur í áfanganum Hönnun og nýsköpun kynna Graffíl listahátíð sem þau eru að vinna að ásamt fleiri...