Álftatalningaferð

17.mar.2016

IMG_4000

Ísilagt lónið

Í gær hélt hópur nemenda í umhverfis- og auðlindaferð í árlega álftatalningu í Lóni. Aðstæður að þessu sinni voru sérstakar því lónið þar sem álftirnar gjarnan halda sig var að stærstum hluta ísi lagt. Þess vegna voru mun færri fuglar á lóninu núna miðað við undanfarin ár. Þeir fuglar sem sáust héldu sig í vökum á lóninu og meðfram landi þar sem ís var horfinn.
Eins og nafn áfangans segir til um hefur nokkuð verið fjallað um umhverfið og hvernig við förum með það. Í ferðinni í gær ákváðum við að safna öllu drasli sem við sáum á talningastöðum og á þeirri leið sem við röltum. Afraksturinn varð fullur ruslapoki þar sem mest var um plast. En eins og margir vita eyðist það seint í náttúrunni og er skaðlegt fyrir lífríkið til lengri tíma litið. Á bakaleiðinni stoppuðum við hjá urðunarstaðnum fyrir sveitarfélagið í Lóni og virtum fyrir okkur holuna þar sem ruslið er urðað. Einhverjum fannst nú lyktin þar frekar slæm. Hægt er að skoða myndir úr ferðinni á fésbókarsíðu skólans.

Aðrar fréttir

Á leið til Noregs

Á leið til Noregs

Við höfum áður sagt frá nemendaskiptaverkefni sem fjallar um náttúrulegar auðlindir og nýtingu þeirra en það verkefni hófst síðastliðið haust. Þetta er tveggja ára verkefni undir merkjum Nordplus og þátttökulöndin eru Finnland, Noregur og Ísland. Í verkefninu er gert...

Vetrarferðamennska

Vetrarferðamennska

Vetrarferðamennskuáfanginn í fjallamennskunáminu hófst með vinnustofu í Reykjavík þar sem nemendur fóru yfir leiðaval, hvernig á að ferðast án ummerkja og notkun á viðleigubúnaði í vetraraðstæðum. Daginn eftir var förinni heitir norður í fjögurra nátta tjaldferðalag...

Framhald í Fjallaskíðamennsku FAS

Framhald í Fjallaskíðamennsku FAS

Þá var komið að síðasta fjallaskíðanámskeiði vetrarins. Framhaldsnemar héldu enn á ný norður í land til þess að auka færni sína á fjallaskíðum. Hópurinn hittist í bakaríi á Akureyri þar sem morgunfundur var haldinn að venju og farið var yfir búnaðinn. Í þetta sinn var...