Leikhópur FAS sýnir í Mánagarði

06.mar.2016

leikhopurÍ FAS er hægt að velja leiklist og nýtist sá áfangi í nám nemenda. Áfanginn er í samstarfi við Leikfélag Hornafjarðar.  Þar býðst nemendum að taka þátt í  að setja upp leiksýningu frá upphafi til enda. Fenginn er leikstjóri sem vinnur með nemendum í sex til sjö vikur og geta nemendur lært margt á þessum tíma. Í ár kom Jón Stefán Kristjánsson sem er reyndur leikari og leikstjóri og hefur unnið mikið með áhugaleikfélögum og framhaldsskólum um allt land.

Að þessu sinni var ákveðið að setja upp tvö stutt verk. Það eru verkin: Perfect eftir Hlín Agnarsdóttur og Tjaldið eftir Hallgrím Helgason en bæði þessi leikverk voru samin fyrir Þjóðleik árið 2012. Verkin eru ólík og sýna leikarar frábæra hæfileika með því að takast á við mjög ólík hlutverk.

Frumsýningin var síðast liðinn föstudag og stóðu krakkarnir sig með prýði. Síðasta sýning verður í kvöld og hvetjum við alla Hornfirðinga til að skella sér í leikhús. Sýningin er í Mánagarði og hefst klukkan 19:00.

Aðrar fréttir

Nóg að gera í lok annar

Nóg að gera í lok annar

Nú er upp runnin síðasta heila kennsluvika annarinnar og mikið um að vera. Nemendur eru í óða önn að leggja lokahönd á vinnu sína í skólanum. Á miðvikudag munu nemendur í áfanganum Hönnun og nýsköpun kynna Graffíl listahátíð sem þau eru að vinna að ásamt fleiri...

Hájöklaferð í fjallamennskunáminu

Hájöklaferð í fjallamennskunáminu

Áfanginn hájöklaferðamennska í grunnnámi fjallamennskubrautarinnar fór fram dagana 26. apríl til 1. maí á Öræfajökli. Ákveðið var að fara aðeins aðra leið en hefur verið farin undanfarin ár og lagt af stað upp Svínafellið vestanvert, gengið upp í gegnum Skörð og þaðan...

Landvarðanám FAS

Landvarðanám FAS

Í byrjun apríl lauk áfanga í landvörslu FAS í blíðskaparveðri í Skaftafelli. Landvarðanámskeið hefur lengi verið námskeið sem skólastjórnendum í FAS hefur langað til að bæta við námsbrautirnar í fjallamennsku en það tókst síðasta haust og nú hefur FAS leyfi til að...