Leikhópur FAS tilnefndur til menningarverðlauna

26.feb.2016

MenningarverðlaunÍ gær voru menningarverðlaun Hornafjarðar veitt í Nýheimum. FAS átti þar sinn fulltrúa en leikhópur FAS var tilnefndur yrir sýninguna „Love ME DO“. Sú leiksýningin var sett upp í samstarfi við Leikfélag Hornafjarðar og skrifuð af leikstjóranum Stefáni Sturlu Sigurjónssyni. Hann hefur sett upp tvær sýningar með leikhópi FAS. Það er mikill heiður að skólinn hafi verið tilnefndur til þessara verðlauna. Þess má geta að „Love ME DO“ var heimsfrumsýnt á Hornafirði og þótti í alla staði takast mjög vel. Ekki síst vegna þess að tónlist og söngur var lifandi á hverri sýningu.
Átta aðrir einstaklingar og samtök voru tilnefnd til menningarverðlaunanna í gær. Það voru þau Soffía Auður Birgisdóttir og Bjarni F. Einarsson sem hlutu menningarverðlaunin að þessu sinni. Við óskum þeim innilega til hamingju.

Aðrar fréttir

Vetrarferðamennska

Vetrarferðamennska

Vetrarferðamennskuáfanginn í fjallamennskunáminu hófst með vinnustofu í Reykjavík þar sem nemendur fóru yfir leiðaval, hvernig á að ferðast án ummerkja og notkun á viðleigubúnaði í vetraraðstæðum. Daginn eftir var förinni heitir norður í fjögurra nátta tjaldferðalag...

Framhald í Fjallaskíðamennsku FAS

Framhald í Fjallaskíðamennsku FAS

Þá var komið að síðasta fjallaskíðanámskeiði vetrarins. Framhaldsnemar héldu enn á ný norður í land til þess að auka færni sína á fjallaskíðum. Hópurinn hittist í bakaríi á Akureyri þar sem morgunfundur var haldinn að venju og farið var yfir búnaðinn. Í þetta sinn var...

Alexandra syngur fyrir FAS

Alexandra syngur fyrir FAS

Söngkeppni framhaldsskólanna verður haldin 6. apríl næstkomandi. Keppnin verður haldin í íþróttahúsinu Iðu á Selfossi. Að þessu sinni taka 23 keppendur þátt. Söngkeppin hefst kukkan 19:45 og verður einnig í beinni útsendingu á RÚV. Einn keppenda er Alexandra Hernandez...