Rannsóknarvinna í FAS

09.feb.2016

NemendurRANNSíðastliðna helgi voru átta nemendur í áfanganum Rannsóknaraðferðir félagsvísinda að vinna verkefni með kennara sínum. Þau lögðu fyrir símakönnun og hringdu á föstudag frá kl 17.00 – 22.00 og á laugardag frá kl 11.00 – 19.00 í fólk á úrtakslista.
Verkefnið er samstarfsverkefni á milli FAS og Háskólasetursins þar sem heimamenn voru spurðir um viðhorf þeirra til ferðaþjónustu og ferðamanna. Í úrtakinu voru 250 manns sem tekið var úr Sindraskránni og var svörunin 70%.
Þessi rannsókn er framkvæmd á hverju ári í áfanganum og er stefnt á að nota niðurstöður til að bera saman viðhorf á milli ára.
Næstu skref hópsins er að setja gögn inn í töflureikni (exel) og vinna úr niðurstöðunum. Stefnt er að því að gera niðurstöður og hrágögn aðgengileg á netinu.
Það er frábært fyrir skólann að fá tækifæri til að starfa með stofnunum í samfélaginu.

Aðrar fréttir

Fókus á álftatalningu

Fókus á álftatalningu

Í dag var komið að árlegri ferð upp í Lón en það er eitt af vöktunarverkefnum í umhverfis- og auðlindafræði í FAS að fylgjast með álftum. Aðaltilgangurinn að telja álftir á Lónsfirði en við komum líka við á urðunarstaðnum í Lóni og fengum að sjá og fræðast um...

Anna Lára vinnur ferð til Þýskalands

Anna Lára vinnur ferð til Þýskalands

Félag þýzkukennara hefur um árabil með stuðningi frá Goethe Institut og Þýska sendiráðinu staðið fyrir samkeppni sem kallast Þýskuþraut. Þar gefst nemendum sem eru komnir áleiðis í námi kostur á að taka þátt í þýskuprófi til að sjá hver staða þeirra er miðað við...

Opnum dögum lýkur – nýr framhaldsskólameistari í Hornafjarðarmanna

Opnum dögum lýkur – nýr framhaldsskólameistari í Hornafjarðarmanna

Í dag er þriðji og síðasti dagur opinna daga og mikið búið að vera um að vera. Morguninn byrjaði líkt og fyrri dagar á morgunleikfimi. Að því loknu fengum við góða gesti. Það voru læknanemar frá Ástráði með fræðslu um kynlíf, kynheilbrigði og samskipti. Í löngu...