Síðastliðna helgi voru átta nemendur í áfanganum Rannsóknaraðferðir félagsvísinda að vinna verkefni með kennara sínum. Þau lögðu fyrir símakönnun og hringdu á föstudag frá kl 17.00 – 22.00 og á laugardag frá kl 11.00 – 19.00 í fólk á úrtakslista.
Verkefnið er samstarfsverkefni á milli FAS og Háskólasetursins þar sem heimamenn voru spurðir um viðhorf þeirra til ferðaþjónustu og ferðamanna. Í úrtakinu voru 250 manns sem tekið var úr Sindraskránni og var svörunin 70%.
Þessi rannsókn er framkvæmd á hverju ári í áfanganum og er stefnt á að nota niðurstöður til að bera saman viðhorf á milli ára.
Næstu skref hópsins er að setja gögn inn í töflureikni (exel) og vinna úr niðurstöðunum. Stefnt er að því að gera niðurstöður og hrágögn aðgengileg á netinu.
Það er frábært fyrir skólann að fá tækifæri til að starfa með stofnunum í samfélaginu.
Nóg að gera í lok annar
Nú er upp runnin síðasta heila kennsluvika annarinnar og mikið um að vera. Nemendur eru í óða önn að leggja lokahönd á vinnu sína í skólanum. Á miðvikudag munu nemendur í áfanganum Hönnun og nýsköpun kynna Graffíl listahátíð sem þau eru að vinna að ásamt fleiri...