Nú er rétt tæplega mánuður liðinn af vorönninni og nemendur komnir vel af stað í náminu. Góð aðstaða er á lesstofu og skólinn ætlast til að nemendur nýti hana. Þar eiga þeir að nota tímann á milli kennslustunda til að læra og þannig geta þeir unnið mikið af heimavinnu í skólanum. Nemendur hafa góðan aðgang að tölvum og öðrum búnaði á lesstofunni og einnig eiga þeir auðvelt með að leita til kennara ef eitthvað bjátar á en það hefur lengi verið lögð áhersla á það í FAS að veita nemendum góða þjónustu.
Flestir nemendur eru duglegir að nýta sér lesstofuna og gaman að sjá þegar mætingin er góð.
Nóg að gera í lok annar
Nú er upp runnin síðasta heila kennsluvika annarinnar og mikið um að vera. Nemendur eru í óða önn að leggja lokahönd á vinnu sína í skólanum. Á miðvikudag munu nemendur í áfanganum Hönnun og nýsköpun kynna Graffíl listahátíð sem þau eru að vinna að ásamt fleiri...