Lesstofan vel nýtt

02.feb.2016

LesstofanNú er rétt tæplega mánuður liðinn af vorönninni og nemendur komnir vel af stað í náminu. Góð aðstaða er á lesstofu og skólinn ætlast til að nemendur nýti hana. Þar eiga þeir að nota tímann á milli kennslustunda til að læra og þannig geta þeir unnið mikið af heimavinnu í skólanum. Nemendur hafa góðan aðgang að tölvum og öðrum búnaði á lesstofunni og einnig eiga þeir auðvelt með að leita til kennara ef eitthvað bjátar á en það hefur lengi verið lögð áhersla á það í FAS að veita nemendum góða þjónustu.
Flestir nemendur eru duglegir að nýta sér lesstofuna og gaman að sjá þegar mætingin er góð.

Aðrar fréttir

Vetrarferðamennska

Vetrarferðamennska

Vetrarferðamennskuáfanginn í fjallamennskunáminu hófst með vinnustofu í Reykjavík þar sem nemendur fóru yfir leiðaval, hvernig á að ferðast án ummerkja og notkun á viðleigubúnaði í vetraraðstæðum. Daginn eftir var förinni heitir norður í fjögurra nátta tjaldferðalag...

Framhald í Fjallaskíðamennsku FAS

Framhald í Fjallaskíðamennsku FAS

Þá var komið að síðasta fjallaskíðanámskeiði vetrarins. Framhaldsnemar héldu enn á ný norður í land til þess að auka færni sína á fjallaskíðum. Hópurinn hittist í bakaríi á Akureyri þar sem morgunfundur var haldinn að venju og farið var yfir búnaðinn. Í þetta sinn var...

Alexandra syngur fyrir FAS

Alexandra syngur fyrir FAS

Söngkeppni framhaldsskólanna verður haldin 6. apríl næstkomandi. Keppnin verður haldin í íþróttahúsinu Iðu á Selfossi. Að þessu sinni taka 23 keppendur þátt. Söngkeppin hefst kukkan 19:45 og verður einnig í beinni útsendingu á RÚV. Einn keppenda er Alexandra Hernandez...