MORFÍs lið FAS stóð sig vel á Selfossi

26.jan.2016

MORFÍsSelfossMORFÍs lið FAS keppti síðastliðið föstudagskvöld við lið FSU á Selfossi. Viðureignin var söguleg fyrir þær sakir að FAS hefur aldrei áður keppt í MORFÍs. Keppnin var skemmtileg og æsispennandi.
Heildarstigafjöldi í keppninni var 2400 stig og hafði lið FSU betur með aðeins 106 stigum sem þykir ekki mikill munur.
Alltaf er valinn ræðumaður kvöldsins og í þetta skiptið var það hún Ragnheiður, stuðningsmaður úr FSU með 461 stig og var hún ekki nema þremur stigum hærri en sá sem var í 2.sæti en það var hún Sunna Dögg úr FAS með 458 stig!
Tveir starfsmenn skólans fóru með liðinu suður og að auki fóru nokkrir nemendur sem mættu til að styðja krakkana. Eftir að hafa skoðað aðstöðuna í FSU og komið sér fyrir í skólastofu fóru allir og fengu sér dýrindis kvöldmat á Subway eða KFC. Eftir keppni fór svo allur hópurinn í Grímsnesið þar sem okkur hafði verið boðin gisting.
Ferðin tókst í alla staði mjög vel og við erum mjög stolt af liðinu okkar og treystum á að FAS muni héðan í frá taka þátt í MORFÍs á hverju ári.

Aðrar fréttir

Vetrarferðamennska

Vetrarferðamennska

Vetrarferðamennskuáfanginn í fjallamennskunáminu hófst með vinnustofu í Reykjavík þar sem nemendur fóru yfir leiðaval, hvernig á að ferðast án ummerkja og notkun á viðleigubúnaði í vetraraðstæðum. Daginn eftir var förinni heitir norður í fjögurra nátta tjaldferðalag...

Framhald í Fjallaskíðamennsku FAS

Framhald í Fjallaskíðamennsku FAS

Þá var komið að síðasta fjallaskíðanámskeiði vetrarins. Framhaldsnemar héldu enn á ný norður í land til þess að auka færni sína á fjallaskíðum. Hópurinn hittist í bakaríi á Akureyri þar sem morgunfundur var haldinn að venju og farið var yfir búnaðinn. Í þetta sinn var...

Alexandra syngur fyrir FAS

Alexandra syngur fyrir FAS

Söngkeppni framhaldsskólanna verður haldin 6. apríl næstkomandi. Keppnin verður haldin í íþróttahúsinu Iðu á Selfossi. Að þessu sinni taka 23 keppendur þátt. Söngkeppin hefst kukkan 19:45 og verður einnig í beinni útsendingu á RÚV. Einn keppenda er Alexandra Hernandez...