Gettu betur, MORFÍs og bingó í þessari viku

19.jan.2016

gettubeturÞað er heldur betur nóg um að vera hjá nemendum í þessari viku. Í síðustu viku vann Gettu betur lið FAS lið MK og komst þar með í aðra umferð. Næsta viðureign fer fram annað kvöld, miðvikudagskvöld 20. janúar. Þá keppir liðið við lið Menntaskólans við Sund og hefst keppnin klukkan 20:30. Að sjálfsögðu er hægt að hlusta á RÁS2 en liðinu þykir ekki verra að fá stuðning í sal Nýheima þar sem okkar lið verður staðsett. Þá er þó mikilvægt að mæta tímanlega í Nýheima.
Á föstudag heldur svo MORFÍs lið FAS á Selfoss og mætir þar liði FSU klukkan 19:00. Umræðuefnið er frelsi og keppast nú liðin við að undirbúa sig. Viðureigninni verður streymt á netinu þannig að hægt verður að fylgjast með í beinni útsendingu. Slóðin verður birt skömmu fyrir keppni og verður sett á fésbókarsíðu nemendafélagsins.
Á fimmtudagskvöldið 21. janúar stendur svo Viðburðaklúbbur FAS fyrir bingói í Nýheimum og hefst það klukkan 19:30. Spjaldið kostar 500 krónur og margt góðra vinninga er í boði. Með bingóinu er klúbburinn að safna pening fyrir árshátíð skólans sem verður í næsta mánuði.
Það má því með sanni segja að það sé mikið um að vera hjá nemendum FAS þessa vikuna. Að sjálfsögðu vonum við að allt heppnist sem best.

Aðrar fréttir

Á leið til Noregs

Á leið til Noregs

Við höfum áður sagt frá nemendaskiptaverkefni sem fjallar um náttúrulegar auðlindir og nýtingu þeirra en það verkefni hófst síðastliðið haust. Þetta er tveggja ára verkefni undir merkjum Nordplus og þátttökulöndin eru Finnland, Noregur og Ísland. Í verkefninu er gert...

Vetrarferðamennska

Vetrarferðamennska

Vetrarferðamennskuáfanginn í fjallamennskunáminu hófst með vinnustofu í Reykjavík þar sem nemendur fóru yfir leiðaval, hvernig á að ferðast án ummerkja og notkun á viðleigubúnaði í vetraraðstæðum. Daginn eftir var förinni heitir norður í fjögurra nátta tjaldferðalag...

Framhald í Fjallaskíðamennsku FAS

Framhald í Fjallaskíðamennsku FAS

Þá var komið að síðasta fjallaskíðanámskeiði vetrarins. Framhaldsnemar héldu enn á ný norður í land til þess að auka færni sína á fjallaskíðum. Hópurinn hittist í bakaríi á Akureyri þar sem morgunfundur var haldinn að venju og farið var yfir búnaðinn. Í þetta sinn var...