Klettaklifur í annarlok

11.maí.2023

Svínfellingarnir Dan og Íris ásamt Ólafi Þór kenndu áfangann Klifurval í maí. Nemendurnir voru spenntir að komast út að klifra á ný eftir veturinn.

Að þessu sinni hófst áfanginn á Höfn og svo var haldið út í klifurparadísina á Vestrahorni þar sem við fórum yfir ferli fjölspannaklifurs í leiðinni Námsbraut. Þann dag rigndi mikið og því var virkilega gott að komast í vöfflur og kaffi á kaffhúsinu í Vestrahorni.

Næsti dagur var í Svínafelli í Skjólgili en þar eru dótaklifurleiðir í stuðlabergi. Hér klifruðum við í sprungum og settum inn dótatryggingar. Í Káraskjóli í Freysnesi er klifurveggur sem Klifurfélag Öræfa á en hann nýtist okkur vel í fjallamennskunáminu. Þar er hægt að æfa klifurhreyfingar og línuvinnu sem er einstaklega gagnlegt á rigningardögum. Síðasta daginn var loksins þurrt á Hnappavöllum, stærsta klifursvæði landsins. Þar leiddu hér um bil allir nemendurnir klifurleiðir og komust vel af stað inn í klifursumarið.  

Takk kærlega fyrir samveruna kæru nemendur.  

 

Aðrar fréttir

Fjallanámið áfram í FAS

Fjallanámið áfram í FAS

Það er okkur sannarlega mikið gleðiefni að flytja nýjustu tíðindi af stöðu náms í fjallamennsku í FAS.  Næsta vetur mun námið verða í boði með svipuðu sniði og undanfarin ár. Það ár mun verða notað til að finna náminu farveg til framtíðar. Við höfum verið í erfiðum...

Á leið til Noregs

Á leið til Noregs

Við höfum áður sagt frá nemendaskiptaverkefni sem fjallar um náttúrulegar auðlindir og nýtingu þeirra en það verkefni hófst síðastliðið haust. Þetta er tveggja ára verkefni undir merkjum Nordplus og þátttökulöndin eru Finnland, Noregur og Ísland. Í verkefninu er gert...

Vetrarferðamennska

Vetrarferðamennska

Vetrarferðamennskuáfanginn í fjallamennskunáminu hófst með vinnustofu í Reykjavík þar sem nemendur fóru yfir leiðaval, hvernig á að ferðast án ummerkja og notkun á viðleigubúnaði í vetraraðstæðum. Daginn eftir var förinni heitir norður í fjögurra nátta tjaldferðalag...