Valdaskipti hjá nemendaráði

10.maí.2023

Það er orðin hefð í FAS að nýtt nemendaráð sé kosið á aðalfundi nemendafélagsins að vori. Sá fundur var haldinn 4. maí. Mæting á fundinn var ágæt og allt fór vel fram. Frambjóðendur til embætta voru; Anna Lára sem bauð sig fram sem forseta, Siggerður Egla bauð sig fram sem varaforseta og Helga Kristey bauð sig fram sem hagsmunafulltrúa skólans en sá fulltrúi er jafnframt tengiliður við SÍF (Samband íslenskra framhaldsskólanema). Ekkert mótframboð barst og því voru frambjóðendur sjálfkjörnir.

Í dag var komið að valdaskiptum nemendaráða. Það voru þau Dagmar, Júlíana og Filip sem afhentu völdin til nýs nemendaráðs og var það gert á táknrænan hátt með lyklaskiptum að herbergi nemendaráðs í skólanum.
Við þökkum fráfarandi ráði fyrir vinnuna í vetur og bjóðum nýtt nemendaráð velkomið. Jafnframt hlökkum við til að sjá starfið á komandi skólaári.

Aðrar fréttir

Á leið til Noregs

Á leið til Noregs

Við höfum áður sagt frá nemendaskiptaverkefni sem fjallar um náttúrulegar auðlindir og nýtingu þeirra en það verkefni hófst síðastliðið haust. Þetta er tveggja ára verkefni undir merkjum Nordplus og þátttökulöndin eru Finnland, Noregur og Ísland. Í verkefninu er gert...

Vetrarferðamennska

Vetrarferðamennska

Vetrarferðamennskuáfanginn í fjallamennskunáminu hófst með vinnustofu í Reykjavík þar sem nemendur fóru yfir leiðaval, hvernig á að ferðast án ummerkja og notkun á viðleigubúnaði í vetraraðstæðum. Daginn eftir var förinni heitir norður í fjögurra nátta tjaldferðalag...

Framhald í Fjallaskíðamennsku FAS

Framhald í Fjallaskíðamennsku FAS

Þá var komið að síðasta fjallaskíðanámskeiði vetrarins. Framhaldsnemar héldu enn á ný norður í land til þess að auka færni sína á fjallaskíðum. Hópurinn hittist í bakaríi á Akureyri þar sem morgunfundur var haldinn að venju og farið var yfir búnaðinn. Í þetta sinn var...