Lokaverkefni og vorhátíð

09.maí.2023

Það var sannarlega mikið um að vera í FAS í dag og má segja að það hafi verið nokkurs konar uppskeruhátíð. Eftir hádegi kynntu væntanleg útskriftarefni lokaverkefni sín. Þær kynningar voru fjölbreyttar og gengu ljómandi vel. Okkur í FAS finnst mikilvægt að nemendur læri að standa fyrir framan hóp segja frá vinnu sinni og verkum.

Síðdegis hófst svo „Vorhátíð“ þar sem allir sem vildu gátu komið og kynnt sér fjölbreytta vinnu nemenda. Sýningar list- og verkgreina skipuðu stærstan sess en það voru líka dæmi um vinnu nemenda úr öðrum áföngum. Þegar boðið er til hátíðar er auðvitað boðið upp á hressingu. Það var gaman að sjá gestina rölta um efri hæðina og virða fyrir sér og jafnvel hlusta á verk nemenda. Takk öll fyrir komuna.

Á morgun, 10. maí er síðasti kennsludagur og lokamatsviðtöl hefjast svo á fimmtudag.

Á meðfylgjandi myndum má sjá nokkur af þeim verkefnum sem voru á sýningunni.

 

Aðrar fréttir

Nóg að gera í lok annar

Nóg að gera í lok annar

Nú er upp runnin síðasta heila kennsluvika annarinnar og mikið um að vera. Nemendur eru í óða önn að leggja lokahönd á vinnu sína í skólanum. Á miðvikudag munu nemendur í áfanganum Hönnun og nýsköpun kynna Graffíl listahátíð sem þau eru að vinna að ásamt fleiri...

Hájöklaferð í fjallamennskunáminu

Hájöklaferð í fjallamennskunáminu

Áfanginn hájöklaferðamennska í grunnnámi fjallamennskubrautarinnar fór fram dagana 26. apríl til 1. maí á Öræfajökli. Ákveðið var að fara aðeins aðra leið en hefur verið farin undanfarin ár og lagt af stað upp Svínafellið vestanvert, gengið upp í gegnum Skörð og þaðan...

Landvarðanám FAS

Landvarðanám FAS

Í byrjun apríl lauk áfanga í landvörslu FAS í blíðskaparveðri í Skaftafelli. Landvarðanámskeið hefur lengi verið námskeið sem skólastjórnendum í FAS hefur langað til að bæta við námsbrautirnar í fjallamennsku en það tókst síðasta haust og nú hefur FAS leyfi til að...