Kayakróður í fjallanáminu

02.maí.2023

Kayak áfangi Fjallamennskunámsins fór fram í apríl. Áfanginn var tvískiptur og fengu báðir hópar að kljást við krefjandi en skemmtilegt umhverfi á sjó milli Hafnar og Berufjarðar. Í heildina voru þetta fjórir verklegir dagar þar sem gist var eina nótt í tjaldi út í feltinu.

Í áfanganum voru tekin fyrir fjölbreytt verkefni sem snéru að því að veita nemendum þá grunnþekkingu og reynslu sem þarf til að geta ferðast með öðrum á sjó og skipulagt ferðir á eigin vegum. Nemendur spreyttu sig meðal annars í félagabjörgun, leiðavali, hópastjórnun og skipulagningu lengri ferða ásamt því að róa í mismunandi straumum og öldum.

Kayakróður verður sífellt vinsælli afþreying á Íslandi og atvinnutengdir möguleikar margir, bæði í kringum Höfn sem og annars staðar. Mikilvægt er að leggja grunninn að faglegri uppbyggingu á þessari vaxandi atvinnugrein og er þetta liður í þeirri vegferð. Kennarar voru: Guðni Páll Viktorsson, Anula Jochym og Tómas Eldjárn Vilhjálmsson.

Aðrar fréttir

Nóg að gera í lok annar

Nóg að gera í lok annar

Nú er upp runnin síðasta heila kennsluvika annarinnar og mikið um að vera. Nemendur eru í óða önn að leggja lokahönd á vinnu sína í skólanum. Á miðvikudag munu nemendur í áfanganum Hönnun og nýsköpun kynna Graffíl listahátíð sem þau eru að vinna að ásamt fleiri...

Hájöklaferð í fjallamennskunáminu

Hájöklaferð í fjallamennskunáminu

Áfanginn hájöklaferðamennska í grunnnámi fjallamennskubrautarinnar fór fram dagana 26. apríl til 1. maí á Öræfajökli. Ákveðið var að fara aðeins aðra leið en hefur verið farin undanfarin ár og lagt af stað upp Svínafellið vestanvert, gengið upp í gegnum Skörð og þaðan...

Landvarðanám FAS

Landvarðanám FAS

Í byrjun apríl lauk áfanga í landvörslu FAS í blíðskaparveðri í Skaftafelli. Landvarðanámskeið hefur lengi verið námskeið sem skólastjórnendum í FAS hefur langað til að bæta við námsbrautirnar í fjallamennsku en það tókst síðasta haust og nú hefur FAS leyfi til að...