Kayakróður í fjallanáminu

02.maí.2023

Kayak áfangi Fjallamennskunámsins fór fram í apríl. Áfanginn var tvískiptur og fengu báðir hópar að kljást við krefjandi en skemmtilegt umhverfi á sjó milli Hafnar og Berufjarðar. Í heildina voru þetta fjórir verklegir dagar þar sem gist var eina nótt í tjaldi út í feltinu.

Í áfanganum voru tekin fyrir fjölbreytt verkefni sem snéru að því að veita nemendum þá grunnþekkingu og reynslu sem þarf til að geta ferðast með öðrum á sjó og skipulagt ferðir á eigin vegum. Nemendur spreyttu sig meðal annars í félagabjörgun, leiðavali, hópastjórnun og skipulagningu lengri ferða ásamt því að róa í mismunandi straumum og öldum.

Kayakróður verður sífellt vinsælli afþreying á Íslandi og atvinnutengdir möguleikar margir, bæði í kringum Höfn sem og annars staðar. Mikilvægt er að leggja grunninn að faglegri uppbyggingu á þessari vaxandi atvinnugrein og er þetta liður í þeirri vegferð. Kennarar voru: Guðni Páll Viktorsson, Anula Jochym og Tómas Eldjárn Vilhjálmsson.

Aðrar fréttir

Á leið til Noregs

Á leið til Noregs

Við höfum áður sagt frá nemendaskiptaverkefni sem fjallar um náttúrulegar auðlindir og nýtingu þeirra en það verkefni hófst síðastliðið haust. Þetta er tveggja ára verkefni undir merkjum Nordplus og þátttökulöndin eru Finnland, Noregur og Ísland. Í verkefninu er gert...

Vetrarferðamennska

Vetrarferðamennska

Vetrarferðamennskuáfanginn í fjallamennskunáminu hófst með vinnustofu í Reykjavík þar sem nemendur fóru yfir leiðaval, hvernig á að ferðast án ummerkja og notkun á viðleigubúnaði í vetraraðstæðum. Daginn eftir var förinni heitir norður í fjögurra nátta tjaldferðalag...

Framhald í Fjallaskíðamennsku FAS

Framhald í Fjallaskíðamennsku FAS

Þá var komið að síðasta fjallaskíðanámskeiði vetrarins. Framhaldsnemar héldu enn á ný norður í land til þess að auka færni sína á fjallaskíðum. Hópurinn hittist í bakaríi á Akureyri þar sem morgunfundur var haldinn að venju og farið var yfir búnaðinn. Í þetta sinn var...